

Tæknótíðindi
25. mars 2025
Dagsetningar framundan
- 26. mars - Opið hús
- 29. mars - Skrúfudagurinn
- 2. apríl - Nemenda ball í Gamla bíó
- 9. apríl - Foreldraráð býður til fræðslu
- 15. apríl - Páskafrí
- 23. apríl - Námsmat - skóli lokaður
- 24. apríl - Sumardagurinn fyrsti
- 25. apríl - Vorfrí
Mín framtíð
Og það voru fjölmargir nemendur frá Tækniskólanum sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar! Nánari upplýsingar um úrslit keppninnar má lesa í frétt á vefsíðu skólans.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með glæsilegan árangur.
Opið hús
Nemendur og starfsfólk tekur vel á móti gestum og gangandi sem geta kynnt sér námsframboð, félagslíf og aðstöðu í Tækniskólanum.
Boðið verður upp á skoðunarferðir um skólann, reglulegar kynningar verða á sal og víðs vegar verður hægt að sjá nemendur að störfum.
Skrúfudagurinn
Skrúfudagurinn er árlegur kynningardagur nemenda í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Hann verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 29. mars kl. 13:00–16:00 í húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg.
Gestum og gangandi gefst meðal annars kostur á að skoða aðstöðuna, heilsa upp á nemendur og starfsfólk og prófa ýmislegt spennandi.
Verið hjartanlega velkomin!
Glæsilegur árangur í Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 8. mars en keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi, Alfa, Beta og Delta.
Nemendur á tölvubraut Tækniskólans stóðu sig frábærlega en þeir hrepptu þrenn verðlaun, þar af fyrsta og annað sæti í efstu deildinni Alfa og fyrsta sætið í Beta deildinni.
Til hamingju með glæsilegan árangur!