
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Upplýsingar í þessu fréttabréfi ná til næstu tveggja vikna.
Vikufréttir verða næst sendar út föstudaginn 29.október.
OKTÓBER 2021
- 19.október - Skipulagsdagur starfsmanna, frí hjá nemendum.
- 20.október - Samskiptadagur, nemendur mæta með foreldrum í viðtal hjá umsjónarkennara og setja sér markmið.
- 21.-22.október - keppnisdagar, hér ætlum við að endurvekja gömlu keppnisdagana okkar með nýju sniði.
- 25.-26.október - VETRARFRÍ :)
Dagar myrkurs er byggðarhátíð Austurlands sem skólinn hefur tekið þátt í með mismunandi hætti. Í ár er hátíðin frá 27. - 31. október og hefst því hjá okkur á fyrsta degi eftir vetrarfrí. Við stefnum á að gera góða og drungalega stemmingu eins og venjulega og upplýsum betur um það í næstu viku.
NÆSTU TVÆR VIKUR
Mánudagur 18.október
- Sjáumst hress og kát.
Þriðjudagur 19.október
- Skipulagsdagur - nemendur mæta ekki í skólann.
Miðvikudagur 20.október
- Samskiptadagur - nemendur mæta með foreldrum í viðtal.
Fimmtudagur 21.október
- Keppnisdagur
- 14:40 Fagfundur
Föstudagur 22.október
- Keppnisdagur
Mánudagur 25.október - VETRARFRÍ
Þriðjudagur 26.október - VETRARFRÍ
Miðvikudagur 27.október
- Mætum hress og kát eftir gott vetrarfrí.
Fimmtudagur 28.október
- 14:40 Fagfundur
Föstudagur 29.október
- Förum hress í helgarfrí eftir stutta viku :)
MATSEÐILL NÆSTU TVÆR VIKUR
MEIRA AF NÆSTU DÖGUM OG VIKUM
- Nemendur eiga frí á þriðjudaginn meðan starfsfólk skipuleggur samskiptadagana sem eru á miðvikudaginn.
- Foreldrar fá tölvupóst þar sem þeim verður leiðbeint með að skrá sig í samskiptaviðtal hjá umsjónarkennara.
- Á fimmtudag og föstudag ætlum við að endurvekja gömlu keppnisdagana okkar með nýju sniði. Nemendur fá tækifæri til að koma með sínar hugmyndir að framkvæmd. Skipt verður í hópa og keppt verður í fjölbreyttum og skemmtilegum greinum, t.d. námsgreinum.
Það verður gaman að sjá hvert þetta leiðir okkur.
Eftir skemmtilega keppnisdaga förum við í vetrarfrí og mætum aftur á miðvikudeginum 27.október.
STARFSFÓLK OG SKIPULAGSBREYTINGAR
Inga aðstoðarskólastjóri verður í leyfi fram að áramótum og Jóhanna Reykjalín hefur tekið við sem staðgengill skólastjóra.
Sigrún Eva og Heiða munu leiða stoðþjónustuna.
Búið er að uppfæra starfsmannalistann á heimasíðu skólans. Þar mun reyndar bætast eitt nafn við eftir vetrarfrí en þá mun Ásdís Heiðdal hefja störf við skólann.
FÖRUM AÐ HUGA AÐ NÓVEMBER
- 8.nóvember er baráttudagur gegn einelti.
- 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu og upphafsdagur að stóru upplestrarkeppninni, sem er fyrir nemendur í 7.bekk. Djúpavogsskóli hefur fylgt Grunnskóla Hornafjarðar í þessu verkefni. Nú er verkefnið á ákveðnum krossgötum og við þurfum að skoða hvaða leið við förum. Það er líka til keppni sem heitir litla upplestrarkeppning sem er fyrir 4.bekk og Bella er búin að skrá okkur í þá keppni.
Gaman að rifja upp frábæran árangur Djúpavogsskóla frá því í fyrra, smelli á:
https://www.djupavogsskoli.is/post/st%C3%B3ra-upplestrarkeppnin
- 15. - 17.nóvember ætlum við að endurvekja gömlu Gestadagana. Þá daga erum við að vonast eftir gestagangi og að allir nemendur fái heimsókn, við upplýsum betur um þetta þegar nær dregur.
- 26.nóvember er sameiginlegur skipulagsdagur í Múlaþingi, þann daga eiga nemendur frí.
Eins og kannski mörg ykkar muna þá fékk Djúpavogsskóli styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2020 - 2021. Styrkurinn var veittur í verkefnið Heimsmarkmiða Bootcamp smiðjur. Verkefnið er unnið með öllum skólum í Múlaþingi og Signý Óskarsdóttir er verkefnastjóri. Dregist hefur að klára þetta verkefni vegna samkomutakmarka, og nokkrum sinnum hefur þurft að fresta loka viðburðinum.
Nú á að reyna að klára verkefnið með smiðjum fyrir unglingana í Múlaþingi og stefnan er sett á 24.nóvember. Skoðum það betur síðar.
BLEIKI DAGURINN
Myndir segja meira en mörg orð.
DÚKRISTUR
Bestu kveðjur frá starfsfólki Djúpavogsskóla.
DJÚPAVOGSSKÓLI
Email: skolastjori.djupivogur@mulathing.is
Website: https://www.djupavogsskoli.is
Location: Varda 6, Djúpivogur, Iceland
Phone: 4708710