

Tæknótíðindi
7. janúar 2025
Dagsetningar framundan
- 8. janúar - Fyrsta umferð Gettu betur
- 10. janúar - Úrsögn úr áfanga
- 16. janúar - Fjarfundur fyrir forráðafólk
- 17. janúar - Skráning til útskriftar
- 22. janúar - Átótjúnið
Fjarfundur fyrir forráðafólk nýnema
Forráðafólki nýnema í Tækniskólanum er boðið á fjarfund fimmtudaginn 16. janúar kl. 18:00 á íslensku og klukkan 19.00 á ensku. Áætlað er að hvor fundur um sig taki u.þ.b. eina klukkustund.
Á fundunum munu skólameistari, aðstoðarskólameistari og starfsfólk stoðþjónustu segja frá starfseminni, þeirri þjónustu sem er í boði, námsvefnum Innu, félagslífi og fleiru.
Hægt er að smella á hlekkinn hér að neðan til að tengjast fundinum á Teams.
Gettu betur
Lið Tækniskólans skipa þau Óðinn Logi, Lóa Margrét og Magni Kristinsson. Varamaður er Otri Reyr Franklínsson.
Þjálfarar liðsins eru Auður Aþena Einarsdóttir og Íris Erna Eysteinsdóttir.
Nemendur sem vilja styðja við liðið á keppnisstað, í útvarpshúsinu við Efstaleiti, geta skráð sig með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Átótjúnið
Átótjúnið, söngkeppni Tækniskólans, fer fram í Mengi miðvikudaginn 22. janúar. Hljómsveit spilar undir hjá keppendum, sem fá jafnframt tækifæri til þess að æfa lagið sitt með hljómsveitinni.
Sigurvegari Átótjúnsins keppir fyrir hönd Tækniskólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna 2025.
Nánari upplýsingar um keppnina og fyrirkomulag er hægt að fá hjá Inga Birni í Framtíðarstofunni eða Lilju félagsmálafulltrúa.
Nemendur sem ætla að taka þátt geta skráð sig með því að smella á hnappinn hér að neðan en skráningu lýkur föstudaginn 17. janúar kl. 16:00.
Leikfélagið MARS frumsýnir Klú
Leikfélagið MARS frumsýnir leikrit skólaársins föstudaginn 15. febrúar. Leikritið heitir Klú og er byggt á morðgátuspilinu Clue. Leikritið gerist á sveitahóteli árið 1954 þar sem gestir og starfsfólk lenda í óvæntri atburðarás.
Ef þig langar að taka þátt í að setja dularfullt morðmál á svið þá má ennþá bætast við hópinn. Æfingar hjá félaginu eru á mánudögum og miðvikudögum frá 17:00–20:00.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að hanna búninga, sviðsmynd, hárgreiðslu og förðun, auglýsingar eða vinna önnur tilfallandi verkefni máttu hafa samband við Lilju Ósk eða leikfélagið MARS.
Upplýsingar í annarbyrjun
Tækniskólinn leggur mikið upp úr öflugri þjónustu sem ætlað er að styðja við nemendur skólans.
Nú í annarbyrjun viljum við benda á eftirfarandi upplýsingasíðu og hvetjum nemendum til að kynna sér efni síðunnar en þar má finna hagnýtar upplýsingar um skólann, skólastarfið, námið og fleira sem gott er að kynna sér.
Nemendur finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu þegar stundatöflur birtast.