Fréttabréf Naustaskóla
9. tbl. 14. árg. 1. desember 2022
Kæra skólasamfélag
Skólastarfið næstu daga mun einkennast af öllu því lífi og fjöri sem fylgir aðventunni. Fram undan eru jólapeysu – og jólahúfudagur, jólaþemadagur og söngsalur með öllum nemendum skólans þar sem við syngjum jólalög saman. Litlu jólin eru á sínum stað þar sem við eigum saman hátíðlega stund áður en kærkomið jólafrí tekur við en skóli hefst aftur 3. janúar á nýju ári.
Fyrir hönd starfsfólks Naustaskóla þökkum við gott samstarf á þessu hausti. Starfsfólk Naustaskóla á einnig skilið hrós fyrir jákvæðni og umhyggju í garð nemenda sinna.
Með ósk um góða og notalega aðventu og gleðilega jólahátíð.
Stjórnendur Naustaskóla
Nemendadagurinn
Keppt var í íþróttum!
Siguratriðið!
Unglingadeildin reyndi að vinna !
Þrautir hér og þar um skólann!
Dans á sal!
Nokkrar söngmýs mættu og sungu!
Dagur gegn einelti 8. nóvember.
Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.
Smiðjuskil
Allt gott að frétta úr list og verkgreinum. Nemendur frá 2.b og upp í 10.bekk koma í ólíkar smiðjur og fá að reyna fyrir sér á ýmsum sviðum. Þar reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu hugar, hjarta og handar og margar, ólíkar tjáningarleiðir. Hér má sjá myndir úr smiðjustarfinu.
Listaverk unnin í myndmennt.
Girnilegir réttir í heimilisfræði.
Flott verkefni úr smíðum.
Þemadagar
Við eigum öll réttindi.
Við höfum öll skoðanir sem ber að virða.
Fánar.
Barnaþing haldið í fyrsta sinn í Naustaskóla
Barnaþing var haldið í íþróttahúsi Naustaskóla þann 24. nóvember í tilefni af Alþjóðlegum degi barna sem var 20. nóvember. Nemendur í 5.-10. bekk tóku þátt í þinginu og gengu umræður afskaplega vel. Hver nemandi tók þátt í fimm hringborðsumræðum, málefni á þinginu snertu skólastarfið í heild sinni allt frá samskiptum yfir í skólalóðina. Nemendur voru virkir og verður spennandi að vinna úr niðurstöðum þingsins. Dagana á undan voru þemadagar helgaðir Barnasáttmálanum þar sem nemendur unnu margvísleg verkefni tengd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skv 12. grein Barnasáttmálans segir að „börn eigi rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif í líf þeirra“ og skv. 13. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á því að deila skoðunum sínum. Skólinn er fyrir nemendur og því eðlilegt að nemendur skólans hafi margt um sinn skóla að segja. Við erum afar stolt af þessum degi og erum ákveðin í að halda aftur barnaþing í Naustaskóla.
Litlu jól
Mæting 18:30 - 20:30
Þriðjudaginn 20. desember 1. - 7. bekkur
Mæting í stofur kl: 8:10 - 10:10
Á döfinni í desember
5. desember Ævar vísindamaður les úr bók sinni fyrir 6. - 10. bekk.
6. desember Bjarni Fritz les úr bókum sínum fyrir 2. - 7. bekk.
7.desember Hlynur Þorsteinsson les úr bókinni Amma glæpon.
9. desember - Smiðjuskil 4. - 5. bekkur.
13. desember - Jólaþemadagur hvetjum nemendur að mæta í jólapeysu, sokkum og eða jólahúfu. Sætabrauðsnesti er leyfilegt þennan dag.
16. desember - smiðjuskil 6.-7. bekkur.
20. desember - Lítlu jól. Frístund er opin fyrir þau börn sem eru skráð í frístund frá 10:10.
21. desember - 1. janúar - Jólafrí. Frístund opin fyrir þau börn sem eru skráð.
2. janúar - starfsdagur. Frístund er lokuð.
3. janúar- fyrsti dagur eftir jólafrí.
Matseðill desember
Gleðilega hátíð
Við sendum ykkur hátíðarkveðjur
Starfsfólk Naustaskóla
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: naustakoli.is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 4604100