Röddin, radderfiðleikar, raddvernd
Hvernig getum við treyst á röddina í lífi og leik
Grunnþættir raddmyndunar - röddin í starfi
Raddvandamál - raddvernd, einkenni og íhlutun
Hvernig myndum við röddina og að hverju þurfum við að gæta til að röddin svíki okkur ekki þegar síst skyldi. Farið verður í raddvernd hjá börnum og fullorðnum og helstu þætti sem þarf að gefa gaum. Hver eru einkenni og íhlutun skjólstæðinga með raddvandamál? Líffærafræði raddarinnar, helstu raddvandamál, öndun, raddbeiting, og framsögn. Fyrirlestrar eru aðlagaðir að þörfum þátttakenda og óskum eins og þörf krefur.
Bryndís hefur áratuga reynslu af greiningu og þjálfun einstaklinga með raddvandamál og þeirra sem eru í áhættu fyrir radderfiðleikum m.a. vegna starfs og álags á röddina. Umhverfisþættir, líkamsstaða, vöðvaspenna, ytri áhrif á röddina, líkamlegir þættir , taugasjúkdómar, Covid eftirköst og starfræn áhrif verða sérstaklega tekin fyrir. Kennarar, söngvarar, atvinnustéttir í fjölmiðlum, sölu og fleiri starfsstéttum eru í mikill áhættu fyrir radderfiðleikum.
Fjarnámskeið og/eða staðnámskeið í boði.
Af hverju hefur Adele misst röddina svona oft?
Farið verður í grunnþætti þeirra líffæra sem mynda röddina
Röddin og öldrun
Þegar raddnotkun minnkar eftir starfslok er mikilvægt að þjálfa raddvöðvana í hálsinum eins og aðra vöðva í líkamanum.
Raddlist ehf.
Email: laerumogleikum@laerumogleikum.is
Website: laerumogleikum.is
Location: Brekadalur 67, Reykjanesbær
Phone: 899 2503
Facebook: https://www.facebook.com/laerumogleikum/?fref=ts
Twitter: @laerumogleikum