Fréttabréf Engidalsskóla apríl 2024
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Það er líkt og vikur og mánuðir fljúgi áfram og sumarið rétt handan við hornið. Apríl fréttabréfið er örlítið seint á ferðinni en mikið hefur verið um að vera í skólanum í apríl og ber þar hæst árshátíð skólans. Við höfum verið að þreifa okkur áfram hvernig skipulag á þessum viðburði sé best og höldum að við séum að nálgast það. Við erum mjög stolt af okkar nemendum og oft eru það önnur börn sem blómstra í svona verkefni en í hefðbundnu skólastarfi. Í framhaldi af þessari vinnu er hægt að haka í ansi mörg hæfniviðmið í námskránni, þetta er ekki bara gleði og gaman því það fer mikið nám fram í svona vinnu. Mjög margir stóðu á sviði, aðrir voru sviðsmenn, einhverjir unnu að skólablaðinu og enn aðrir unnu að frábærri leikmynd. Allt mikilvæg verkefni og hlutverk sem nemendur gátu haft eitthvað val um. Þá vorum við stolt af því að geta verið með okkar eigin hljómsveit sem lék undir í sýningunni um Latabæ.
Nemendur á miðstigi kvöddu vetur á vorhátíð á Thorsplani sem einnig var útgáfuhátíð LÆK verkefnis sem nemendur hafa unnið með tveimur hafnfirskum rithöfundum í vetur. Nemendur Engidalsskóla eiga eina sögu í bókinni (líkt og aðrir skólar), Tiktok stjarnan í hellinum. Frá þessu hefur verið greint á samskiptamiðlum og heimasíðu Hafnarfjarðar og má sjá slóð á það hér fyrir neðan. Allir nemendur á miðstigi fengu eintak af bókinni að gjöf.
Framundan eru fleiri óhefðbundin verkefni og má búast við að nemendur verði enn meira úti og á ferðinni með sínum kennurum á næstu vikum. Þið munið fá nánari upplýsingar um ferðir ykkar barna frá umsjónarkennara viðkomandi árganga.
Við ætlum að halda lýðræðisþing nemenda á miðstigi 15. maí þar sem við spyrjum þau hvað er gott við Engidalsskóla og hvað má betur fara. Þó reglulega fari fram samtal við nemendur verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Einhverjir árgangar ætla líka að taka þátt í krakkakosningunum í tengslum við forsetakosningarnar 2024. Litla upplestrakeppnin sem nemendur 4. bekkjar taka þátt í fer fram 17. maí og verður foreldrum boðið að koma og hlýða á. Þetta er stutt upptalning á því sem er á döfinni en það er alltaf líf og fjör í Engidalsskóla.
Með bestu kveðju,
Skólastjórnendur Engidalsskóla.
Fréttir úr Álfakoti
Í dag 3.maí var opnað fyrir skráningu hjá okkur í sumarfrístund. Námskeiðið er í boði fyrir börn í 1.-3.bekk (2015-2017).
Þetta eru þrjár vikur í júní (10.-28.) og er hægt að velja á milli hvort börnin eru heilan dag eða hálfan dag - fyrir hádegi eða eftir hádegi.
Hægt verður að skrá til 6.júní fyrir viku 1, 13.júní fyrir viku 2 og 20.júní fyrir viku 3.
Athugið að lokað verður á 17.júní.
Dagskráin verður send út síðar.
Kær kveðja,
Magnea og Julia
Árshátíð
3. bekkur
3. bekkur
Miðstig
Húsbandið
Fréttir úr Álfakoti
Dalurinn
Skýr mörk Engidalsskóla
Í Engidalsskóla eru ekki skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta. Minniháttar atvik leysum við á svokölluðu sáttarborði.
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað
Verkefni nemenda úr áhugasviði
Þessir nemendur notuður veðurblíðuna og bökuðu naan brauð út.
Verkefni nemenda úr smiðjum
1. bekkur
1. bekkur
5. bekkur
5. bekkur
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433