Fréttabréf Naustaskóla
6. tbl. 11.árgangur 2019 júní.
Kæra skólasamfélag
Við viljum þakka nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum og öllum velunnurum skólans kærlega fyrir samstarfið í vetur. Nú í vor útskrifum við 42 nemendur en þessi útskriftarárgangur er sá fyrsti sem hefur verið hjá okkur hér í Naustaskóla frá því í 1. bekk. Við kveðjum frábæran hóp nemenda með söknuði, þökkum þeim fyrir samfylgdina í gegnum árin og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni. Nokkrir starfsmenn hverfa einnig á braut eftir þetta skólaár. Kennararnir Stefán Smári Jónsson, Stella íþróttakennari og Hulda Björk Snæbjörnsdóttir hætta störfum við Naustaskóla nú í vor. Hið sama gera skólaliðarnir Ásdís Rögnvaldsdóttir, Marta Helgudóttir og Margrét Sigtryggsdóttir og einnig stuðningsfulltrúarnir Agnes Þorleifsdóttir, Inga Heiða, Daníel og Fannar. Þá hættir Þorgerður Hauksdóttir skólahjúkrunarfræðingur störfum. Þessu góða fólki þökkum við kærlega fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf og óskum þeim góðs gengis í nýjum störfum. Gengið hefur verið frá flestum ráðningum fyrir næsta skólaár. Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og hlakka til að hitta ykkur á nýjan leik í haust, tilbúin í ný verkefni á nýju skólaári.
Sumarkveðja, Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Niðurstöður skólapúlsins
Viðurkenningar frá fræðsluráði Akureyrarbæjar
Telma Ósk Þórhallsdóttir, nemandi í Naustaskóla
Hlýtur viðurkenningu frá fyrir ÁHUGA Á FÉLAGSMÁLUM OG HAGSMUNUM NEMENDA
Telma Ósk hefur sýnt félagsmálum og hagsmunum nemenda mikinn áhuga frá því hún kom í Naustaskóla. Hún hefur verið virk í nemendaráði skólans og fylgt hagsmunum nemenda vel eftir. Telma Ósk sýnir mikinn metnað fyrir hönd skólans, er hugmyndarík og dugleg að koma hugmyndum sínum á framfæri. Telma Ósk er mikill leiðtogi og hugsjónamanneskja og er hún tilbúin að fórna tíma sínum í þágu einstakra málefna í félagsmálum. Þá er Telma Ósk góður námsmaður og afar samviskusöm.
Elís Þór Sigurðsson, nemandi í Naustaskóla
Hlýtur viðurkenningu fyrir JÁKVÆÐNI, DUGNAÐ, ELJUSEMI OG FRAMFARIR Í NÁMI OG LEIK
Elís Þór hefur tekið miklum og stórstígum framförum hvað varðar nám og ástundun síðastliðin tvö ár. Hann hefur náð að temja sér góðan sjálfsaga, fundið leiðir til að taka mótbyr og áskorunum á yfirvegaðan hátt og bætt samskipti og framkomu við nemendur og kennara. Þannig hefur hann orðið mun virkari í félagslegum samskiptum og hafa þessar framfarir styrkt félagslega stöðu hans og gert hann virkari í félagslífi skólans. Einnig hefur hið jákvæða hugarfar hans og gleði smitandi áhrif til annarra og gert hann að góðri fyrirmynd svo eftir er tekið.
Óskilamunir
Kennarateymi í Naustaskóla skólaárið 2019 – 2020
Með fyrirvara um breytingar:
Teymi 1. bekkjar
Elín, Sunna og Sigríður.
Teymi 2. -3. bekkjar
Umsjón í 2. bekk - Sigríður Jóna, Vala Björk. Umsjón í 3. bekk - Emilía, Silvía Björk – Hulda stoðkennari.
Teymi 4. - 5. bekkjar
Umsjón 4. bekkur: Stína, Gréta,. Umsjón 5. bekkur: Þóra Ýr, Kristín Margrét. – Berglind stoðkennari.
Teymi 6. -7. bekkjar
Umsjón 6. bekkur: Kolbrún, Katrín og Harpa. Umsjón 7. bekkur Særún, Paula, Arna Ýr.
Teymi 8. 9. 10. bekkjar
Ása Katrín, Andri Snær, Björn, Katrín Ágústa, Magnús, Íris. - Inga Heiðdís stoðkennari.
Íþróttateymi
Þórey, Sigmundur og Birna.
Sérgreinateymi
Valdís, Halla, Sveinbjörg, Svanbjörg, Guðrún Huld, Rebekka og Alda.
Skólaslitin 4.júní
Skipulagið er eftirfarandi:
Kl. 09:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.
Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði 9. bekkjar.