
Fréttabréf Síðuskóla
3. bréf - nóvember - skólaárið 2023-2024
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Bleikur október er liðinn og áfram höldum við inn í skólaárið og verður ýmislegt um að vera hjá okkur í nóvember. Framundan er árshátíð skólans sem verður dagana 9. og 10. nóvember. Æft er stíft þessa dagana og í næstu viku hlökkum við til að fá ykkur í skólann og sjá afraksturinn. Hér neðar í bréfinu má sjá hvernig skipulagið verður þessa daga. Við viljum taka fram að á þessum dögum eru þrír skóladagar á tveimur og tveir af þeim skertir nemendadagar. Nemendur koma þá til með að mæta á óhefðbundnum tímum í skólann.
Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember og á þeim degi munum við setja Upphátt sem er upplestrarkeppni í 7. bekk og einnig Litlu upplestarkeppnina í 4. bekk.
Landsamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hafði samband við okkur og langar til að opna eldvarnaátak sitt hér á Akureyri. Þetta átak gengur út á það að slökkviliði heimsækir alla 3 bekki í grunnskólum landsins og sýnir þeim myndband og fer yfir eldvarnir á heimilum. Þetta átak hefur hingað til verið sett í Reykjavík, en nú langar þá til að gera það á Akureyri og varð Síðuskóli fyrir valinu. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en að öllum líkindum verður þetta 22. eða 23. nóvember.
Við hvetjum alla til að ganga í skólann og nota endurskinsmerki. Ef nauðsynlegt er að keyra börnin í skólann þá biðjum við ykkur að fara á neðra hringtorgið. Þar komast nemendur inn á skólalóðina og geta gengið inn í sínar forstofur.
Við minnum svo á heimasíðu skólans þar sem við setjum inn fréttir og tilkynningar úr skólastarfinu sem síðan er deilt inn á facebooksíðu skólans.
Með bestu kveðju úr skólanum og við hittumst hress á árshátíð!
Ólöf, Malli og Helga
Á döfinni
Heimsókn úr Egilsstaðaskóla
8. nóvember
Baráttudagur gegn einelti
9. og 10. nóvember
Árshátíð
14. nóvember
Söngsalur - Skáld í skólum
16. nóvember
Dagur íslenskrar tungu
20. nóvember
Dagur mannréttinda barna
29. nóvember
Jólaþemadagur - söngsalur
Árshátíð Síðuskóla - skipulag
Æft fyrir árshátíð
Hrekkjavökusöngsalur
Lestrarátak
Myndir frá hrekkjavökuballi
Við í Síðuskóla tókum að sjálfsögðu þátt. Umsjónakennarar hvers árgangs sendu niðurstöður bekkjarins á Íþróttakennara sem unnu úr tölunum. Það er afar ánægjulegt hversu margir nemendur skólans nýta sér virkan ferðamáta til að komast í og úr skóla. Einnig er gaman að nefna að þó svo að ekki allir nýti sér virkan ferðamáta þá eru fleiri sem nota umhverfisvænan ferðamáta heldur en óvirkan ferðamáta og eru það afar fáir nemendur í skólanum sem koma með bíl. Okkar von er að þetta verkefni verði hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring. Niðurstöður skólans varðandi virkan ferðamáta 4.bekkur 99% 1.bekkur 93% 3.bekkur 92% 6.bekkur 92% 7.bekkur 92% 2.bekkur 86% 5.bekkur 83% 8.bekkur 82% 9.bekkur 72% 10.bekkur 67% Heildar niðurstaða skólans er að 86% nýta sér virkan ferðamáta. Hér fyrir neðan má sjá tölur síðustu ára.
Starfsáætlun Síðuskóla
Starfsáætlun Síðuskóla fyrir skólaárið 2023-2024 er að finna á heimasíðu skólans. Grunnskólum ber að birta stefnu sína með tvennum hætti eins og grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla gera ráð fyrir. Annars vegar er skólanámskrá og hins vegar starfsáætlun skólans. Starfsáætlunin er unnin í samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá og stefnu Akureyrarbæjar í skólamálum. Í henni eru ýmsar upplýsingar um skólann sem eiga erindi við skólasamfélagið og þá aðila sem tengjast skólastarfinu.