DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
OKTÓBER
- 22.október - fyrsti vetrardagur.
- 24.október Vetrarfrí.
- 25.október Vetrarfrí.
Förum að skoða nóvember á skóladagatalinu.
Þar er dagur íslenskrar tungu og gestadagur.
Förum að byrja undirbúning fyrir upplestrarkeppnina í 7.bekk.
Dagur mannréttinda barna er í nóvember.
Sameiginlegur skipulagsdagur í Múlaþingi.
https://www.djupavogsskoli.is/_files/ugd/ea0373_6fad1afa261e41368e6d920465f1fa67.pdf
NÆSTA VIKA
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.
Þriðjudagur 18.október
- 14:20 - 15:50 Fagfundur - kennsluáætlanir.
Miðvikudagur 19.október
- Góður dagur til að staldra við og njóta.
Fimmtudagur 20.október
- 14:20 - 15:50 Teymisfundur, hvert teymi hittist í undirbúning og frágang fyrir vetrarfrí.
Föstudagur 21.október
- Förum í gott helgarfrí og svo tekur vetrarfrí við eftir helgi.
SKÓLI HEFST AFTUR MIÐVIKUDAGINN 26.OKTÓBER.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
HELLINGUR AÐ GERAST HJÁ OKKUR
Veltibíllinn kom líka í heimsókn og það vakti mikla lukku hjá flestum en sumir völdu að horfa á.
Á þriðjudag var skipulagsdagur og á miðvikudaginn komu nemendur í samskiptaviðtal með foreldrum.
Á fimmtu- og föstudag voru leikjadagar þar sem áhersla var á nám í gegnum leik. Á fimmtudeginum sá hver kennari um að tengja námið við leiki og það var gaman að sjá hvað var mikil fjölbreytni í því.
Í morgun byrjaði dagurinn í íþróttahúsinu með þeim Gunnari og Felix. Gunnar sagði okkur leyndarmálið á bak við góða barnabók og Felix sagði okkur frá því hvað fjölskyldur geta verið fjölbreyttar og allskonar. Í lokin var sungið og dansað, frábært að byrja leikjadag með þeim félögum.
Næst fórum við á Bjargstúnið þar sem við hlupum í skarðið :)
Við þetta bættist svo bleikt þema :) virkilega hressandi og skemmtileg vika.
VELTIBÍLLINN VAR VINSÆLL
MYNDIR FRÁ LEIKJADÖGUM
Það voru fjölbreyttir leikir á leikjadögum og sem dæmi þá eru nemendur í 3. og 4. bekk að læra um landnámið og hafa verið að vinna með landnámsmenn Múlaþings með Unni samfélagsgreinakennara. Í kennslustundinni á fimmtudaginn var einblínt á leiki liðinna tíma og sýndi Unnur nemendunum völu spákonu og kenndi þeim eina af spákonuþulunum sem hægt er að þylja þegar vala er spurð og allir fengu að prufa. Einnig fengu nemendur að skoða ýmislegt sem notað var í búleiki barna (kjálka, leggi og slíkt), gamall ísleggur var til sýnis sem amma Unnar skautaði á í gamla daga, þeytispjald (með tölu) fékk að snúast og að lokum spreyttu allir sig í fuglafiti. Unnur sýndi nemendum einnig skemmtilegt myndband um leiki barna á árum áður og hægt er að horfa á myndbandið á slóðinni hér:
Hera er af þeirri kynslóð sem ólst upp við Gunnar og Felix í Stundinni okkar....mikið var hún glöð að hitta þá félaga.
Bestu kveðjur og góða helgi,
Starfsfólk Djúpavogsskóla.