Fréttamolar úr MS
15. nóvember 2024
Vetrarönn að hefjast
Stundatöflur nemenda opna í Innu föstudaginn 15.11. Á sama tíma opnar fyrir töflubreytingar í Innu og hægt er að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 18. nóvember. Ef nemendur þurfa aðstoð við töflubreytingar þarf að mæta í MS á mánudaginn 18. nóv.! Nánari upplýsingar um töflubreytingar og leiðbeiningar á heimasíðu MS.
Vetrarönn hefst með stæl enda 85 vika SMS að hefjast á sama tíma. Sjá dagskrá hér neðar.
Dagsetningar framundan
18.-22. nóv.: 85 vika SMS
19. nóv.: Fyrsti kennsludagur vetrarannar
21. nóv.: 85 ball SMS í Gamla bíó kl. 22-1
22. nóv.: Kennsla hefst kl. 9:30 - ATH. viðvera skráð í kennslustund 2 og 3.
22. nóv.: Síðasti dagur til að skrá sig úr áföngum.
29. nóv.: Litlu jól framhaldsskólanna
19. og 20 des.: Matsdagar
20. des. kl 15:00: Brautskráning nemenda eftir haustönn fer fram í MS
23. des til og með 3. janúar: Jólafrí
6. janúar: Kennsla hefst á nýju ári.
Mætingarskráning í Innu ✅
Á vetrarönn verður lögð áhersla á að bæta mætingu og stundvísi í tíma. Sú breyting verður gerð á viðveruskráningu að sjálfvalin mætingarskráning í Innu er nú F í stað M áður. Þetta gerir það að verkum að kennari gefur M, en ekki F, og á að tryggja nákvæmari mætingarskráningu. Lögð er áhersla á að kennarar skrái mætingu við upphaf kennslustunda.
Dagskrá 85 vikunnar
85 vika SMS hefst strax á mánudag með keilu í Keiluhöllinni. Starfsmenn skólans verða á staðnum.
Mánudagur 18. nóvember:
85‘ keila í Keiluhöllinni kl. 21:30-23:30
Þriðjudagur 19. nóvember:
Fyrsta hlé: Bendileikur
Hádegi: Tískusýning starfsfólks / kennara
Miðvikudagur 20. nóvember:
Fyrsta hlé: Listafélagið
Hádegi: Lip sync challenge
Eftir skóla: Hæfileikakeppni SMS.
Fimmtudagur 21. nóvember:
Fyrsta hlé: Mylluleikur
Hádegi: Ármaður SMS leikur 85 slagara á gítar
Kvöldið: 85‘ ballið í Gamla bíó
Föstudagur 22. nóvember: Kennsla hefst kl. 9:30. Skrifstofan fellir niður fyrsta tímann (8:30-9:10) og svo er lesið upp í annan tíma kl. 9:30. Nemendur fá því skráða viðveru í tvo tíma í morgunstokki (í stað þriggja).
Minnt er á að allir viðburðir á vegum skólans eru án áfengis, vímuefna og tóbaks. Skólareglur gilda á viðburðum sem og viðurlög við brotum á þeim. Öll eru hvött til þátttöku í edrúpotti á ballinu og til mikils að vinna en dregið verður úr pottinum vikuna eftir ball. Allir nýnemar og gestir fæddir 2008 þurfa að blása í áfengismæli við inngöngu á ballið.
Litlu jól framhaldsskólanna
Litlu jól framhaldsskólanna er viðburður skipulagður af umhverfisnefndum MS, FÁ og Tækniskólans. Litlu jólin fara fram í FÁ fimmtudaginn 29. nóvember. Þar verður m.a. fataskiptimarkaður, fríbúð, piparkökuskreytingar með gömlum/útlitsgölluðum piparkökum, loftslagsvænt kakó, gjafakortasmiðja, jól í skókassa, fataviðgerðir, tónlistaratriði og fleira í þeim dúr.
Frá tölvuumsjón
Gott að er uppfæra og endurræsa tölvuna við upphaf nýrrar annar svo tölvan byrji nýja önn jafn fersk og nemendur!
Skóladagatal 2024-2025
Smellið á myndina til að sjá dagatalið í betri upplausn.