Nesskólafréttir
Hertar sóttvarnaraðgerðir
Kæru foreldrar
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar
Reglugerðin mun gilda til og með þriðjudagsins 17. nóvember
Úr reglugerðinni
"Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla sem koma inn í grunnskóla með einstaklingskennslu, starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaga og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur."
Hvenær mega nemendur mæta í skólann?
Mjög mikilvægt er að nemendur mæti á réttum tíma, ekki of snemma og ekki of seint, einnig er mikilvægt að þeir haldi beint til stofu og séu ekki að rápa um ganga.
Nemendur unglingastigs mæta síðan örlítið seinna eða á bilinu 08:05 - 08:15. Sama gildir um nemendur unglingastigs og þeirra yngri að mjög mikilvægt er að þeir komi á réttum tíma og haldi beint til stofu sinnar.
Hvar eiga nemendurnir að ganga inn?
Nemendur 2. - 3. SBB og UÁA nota innganginn við Tónskólann.
Nemendur 2. - 3. KSS, 4. GS og 6. bekkur koma inn um aðalinnganginn á 3. hæð, 6. HÓS setur yfirhafnir á hengi í anddyrinu og skófatnað í hillu þar við hliðina. Hinir geta geymt á sömustöðum og venjulega.
Nemendur 7. VG ganga inn að NA verðu, það er nota innganginn þar sem sparkvöllurinn er.
Nemendur 8. - 10. bekkjar nota aðalinnganginn á 3. hæð.
Grímunotkun
Nemendur 5. - 10. bekkjar þurfa að nota grímur allsstaðar þar sem ekki er möguleiki á 2m fjarlægðarmörkum, sem sagt allsstaðar. Nemendur mega koma með sínar eigin grímur en skólinn útvegar þeim sem þurfa. Við gerum ráð fyrir að nemendur noti 2 - 3 einnota grímur á dag.
Eins og komið er fram er grímuskylda. Regla þessi er ekki sett af skólanum, nemendur verða því skilyrðislaust og í raun án undantekninga að fylgja þessari reglu.
Vinasel
Við þurfum að skipta upp nemendum á Vinaseli, nemendur 1. bekkjar verða sér og
síðan nemendur 2. og 3.
Varðandi Vinasel þá eru nokkur mikilvæg atriði:- Ef foreldrar eiga möguleika á að stytta dvöl nemendanna er það vel þegið.
- Nú þegar ekkert skipulagt íþróttastarf er í gangi eru foreldrar beðnir um að sækja börnin á réttum vistunartíma.
- Við minnum á símanúmer Vinasels þegar börnin eru sótt, en nú sem fyrr má ekki koma þar inn. 8399004
Endurskoðun
Nesskóli
Email: nes@skolar.fjardabyggd.is
Website: www.nesskoli.is
Location: Skólavegur, Neskaupstaður, Iceland
Phone: +3544771124
Twitter: @ekkienn