
Fréttabréf Grenivíkurskóla
3. tbl. 6. árg. - mars 2025
Kæra skólasamfélag
Þá er febrúar á enda og við höldum í vetrarfrí, en nemendur verða í fríi vikuna 3.-7. mars næstkomandi. Skóli hefst svo að nýju að vetrarfríi loknu mánudaginn 10. mars. Við vonum að vetrarfríið nýtist vel í að hlaða batteríin og að nemendur komi endurnærðir í skólann að því loknu, en þá tekur við Vorskemmtunarundirbúningur og ýmislegt fleira skemmtilegt. Starfsfólk skólans mun nýta vetrarfríið vel og halda í náms- og skemmtiferð til Frakklands, þar sem við munum meðal annars heimsækja franska skóla og fræðast um skólamál þar í landi.
Það er ýmislegt á dagskránni í mars. Sem fyrr segir fer undirbúningur fyrir Vorskemmtun á fullt strax að loknu vetrarfríi og nemendur í 10. bekk munu þreyta Pisa-próf þann 14. mars. Þá er stefnt að því að vera með skíðadag miðvikudaginn 19. mars, en það mun auðvitað fara eftir veðri, vindum og snjóalögum, sem eru með minnsta móti sem sakir standa. Vorskemmtunin fer svo fram í byrjun apríl, en sýningardagarnir eru að þessu sinni 2. og 3. apríl.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Gilitrutt
Tónfundur hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Þriðjudaginn 25. febrúar sl. var haldinn tónfundur hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar í græna salnum. Nemendur Grenivíkurskóla sem stunda tónlistarnám stigu þar á stokk og léku á hin ýmsu hljóðfæri. Þar að auki spiluðu nemendur í 5. bekk annars vegar og 6. og 7. bekk hins vegar á marimbur, en þau eru í marimbutímum einu sinni í viku hjá Alexöndru Rós. Virkilega vel heppnaðir tónleikar og alltaf gaman að sjá framfarir hjá nemendum, sem stóðu sig með mikilli prýði.
Grænfáninn
Í grænfánadálki fréttabréfsins í vetur verður sjónum meðal annars beint að hinum ýmsu hugtökum sem varða umhverfisnefnd.
Hugtak febrúarmánaðar er plast. Plastmengun er mikið umhverfisvandamál víða um heim. Vandamálið við plast er ekki endilega plastið sjálft heldur hvernig við notum það og hversu mikið við notum. Plast er allt of sniðugt og gott efni til að nota bara einu sinni og henda. Á hverju ári eru framleidd þrjúhundruð og áttatíu milljón tonn af plasti – það jafngildir þyngd allra jarðarbúa! Helmingurinn af þessu plasti er framleitt til þess að nota bara einu sinni, aðeins 9% eru endurunnin, um 12% brennt og 79% eru urðað! Talið er að um 1 milljón sjávardýr drepast vegna plastmengunar árlega og áætlað er að árið 2050 muni verða meira af plasti í sjónum en fiskar ef við höldum áfram á sömu braut. Plastið brotnar með tímanum niður í plastagnir og komast á þann hátt alla leið í fæðukeðjuna til okkar mannkyns. Talið er að hver einstaklingur borðar þannig um 18 kg af plasti á ævinni.
Við getum gert margt til þess að minnka plastnotkun eins og að kaupa ekki óþarfa hluti, hætta að nota einnota plastvörur, nota fjölnota pokar og umbúðir og sjá til þess að það plast sem við hentum verðu endurunnið. Þó að við getum gert margt sjálf til að draga úr plastmengun þá verður plastvandinn seint leystur af einstaklingum einum saman. Stjórnvöld og fyrirtæki bera mikla ábyrgð og þau verða að taka sig á með nauðsynlegum reglum og lögum.
Heilsueflandi skóli
Dagatal Velvirk fyrir þennan mánuð ber yfirskriftina "í núvitund í mars". Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi, svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Myndir úr skólastarfinu
Á döfinni í mars
- 3.-7. mars: Vetrarfrí hjá nemendum.
- 3. mars: Bolludagur.
- 4. mars: Sprengidagur.
- 5. mars: Öskudagur.
- 14. mars: Pisa-könnun lögð fyrir nemendur í 10. bekk.
- 19. mars: Skíðadagur.
Matseðill
Útgefandi: Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Tölvupóstur: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Heimasíða: http://www.grenivikurskoli.is
Sími: 414-5413
Facebook: Grenivíkurskóli