
Flataskólapósturinn
Páskablað
Skemmtilegt að gera í páskafríinu.
Núna þegar margir eru heima í páskafríinu er gaman að nýta tímann í að læra eitthvað nýtt. Hér fyrir neðan er safn hugmynda sem eiga það sameiginlegt að vera skapandi og skemmtilegar.
Gera stuttmynd
Það er hægt að búa til stuttmyndir með hvaða snjalltæki sem er.
Um að gera að prófa möguleika eins og "green screen" eða brellur.
Rube Goldberg vél
Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að gera Rube Goldberg vél. Hvort sem hún er stutt og einföld eða stór og flókin. Hér væri gaman að fá alla fjölskylduna með!
75 Rube Goldberg Ideas & Inventions
Pappakassahönnun
Ef það eru til tómir kassar heima og límband er hægt að búa til ótrúlega margt eins og margir í Flataskóla hafa prófað í Djúpinu.
Caine's Arcade
Vísindasmiðjan
Háskóli Íslands er með opna vísindasmiðju á netinu þar sem reglulega eru settar inn nýjar tilraunir sem hægt er að gera heima. Spennandi að fylgjast með og framkvæma.
Þjálfa forritun
Það er rosalega gaman að forrita sinn eigin leik. Það er hægt að læra að forrita á mörgum stöðum á netinu og með margvíslegum öppum. Betra að búa sér til aðgang og skrá sig inn í hvert sinn.
Hour of Code - https://code.org/
Code Combat - https://codecombat.com/
Tynker - https://www.tynker.com/
SMORE - App
Setja heimsmet í lestri
Öll fjölskyldan getur tekið þátt í lestrarátaki Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Það skiptir ekki máli hvað er lesið eða hvar er lesið. Endilega skráið ykkur til leiks. Athugaðu að hlusta á hljóðbók er líka lestur.
Tökum þátt í að koma Íslandi í Heimsmetabók Guinness fyrir lestur.
LEGO áskorun
Ef það eru til LEGO kubbar heima hjá þér er kjörið að taka þátt í 30 daga Lego- áskorun. Það er opinn Facebook hópur fyrir áskorunina þar sem hver sem er getur deilt LEGO meistarverkum. Mælum með að foreldrar aðstoði börn sín við að deila myndum af LEGOverkum þangað inn.
Til að fá hugmyndir er snjallt að skoða YouTube rásina Brick X Brick.
Kúlubraut úr pappahólkum
Þessi áskorun hefur verið ein sú vinsælasta í Djúpinu. Snjallt að safna pappahólkum og byrja og bæta síðan við smám saman. Það er mjög gaman að þróa brautina og breyta. Ef það eru ekki til litlir boltar eða kúlur mætti til dæmis gera kúlu úr álpappír.
Educational Activities for Kids: Marble Run Challenge
Sköpun með tækni
Með MAKR appinu er hægt að búa til myndir sem hægt er að skoða í auknum veruleika (AR). Appið er hægt að nota í Apple síma eða iPad. Möguleikar forritsins eru fjölbreyttir.
Make your Own Augmented Reality - with PowerPoint and HP Reveal (Formerly Aurasma))
50 leikir
Leikgleði 50 leikir - kemur sér vel til að finna nýjan leik eða rifja upp leik sem maður þekkir.
Skoða dýr í AR
Ef þú leitar að dýrum í Google í snjallsíma, velur 3D reitinn sem birtist neðst við mynd. Þá færðu skemmtilega heimsókn í símann.
Það þarf að nota dýraheiti á ensku, prófaðu; panda, lion, tiger, cheetah, shark, hedgehog, duck, emperior penguin, wolf, angler fish, goat, rottweiler, snakes, eagle, brown bear, alligator, horse.
Flataskóli 2. apríl 2020 © Elínborg Siggeirsd. kennsluráðgjafi.
Blaðið er unnið úr hugmynd Önnu Maríu Þorkelsdóttur kennsluráðgjafa í Hörðuvallaskóla og eru henni færðar bestu þakkir fyrir.
Email: elinborgs@flataskoli.is
Website: flataskoli.is
Location: Flataskóli, Gardabaer, Iceland
Twitter: @elinborgin