Fréttabréf Síðuskóla
1. bréf - ágúst - skólaárið 2024-2025
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Þá er sumarleyfið að baki og munum við hefja skólastarfið með skólasetningu fimmtudaginn 22. ágúst, kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst kl. 8:10 nema hjá 1. bekk. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar fá póst frá umsjónarkennurum varðandi að bóka viðtal. Sjá nánar hér neðar í fréttabréfinu.
Nemendur í Síðuskóla eru um 380 og starfsmenn tæplega 90 talsins. Við bjóðum bæði nýja nemendur og nýtt starfsfólk velkomið í hópinn til okkar. Breytingar hafa orðið á umsjónarkennurum í 3. og 7. bekk frá því sem sent var út í fréttabréfi í júní. Neðar í fréttabréfinu má sjá hverjir eru umsjónarkennarar árganga.
Við hlökkum til samstarfs við ykkur á komandi skólaári og munum hafa einkunnarorð skólans að leiðarljósi en þau eru ábyrgð, virðing og vinátta. Við þurfum að vera samstíga í að byggja upp framsækinn og öflugan skóla þar sem allir eru metnir að verðleikum og líður vel.
Með góðri kveðju!
Ólöf, Malli og Helga
Skólasetning Síðuskóla 2024
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.
Heimastofur árganga og inngangar
Skólamáltíðir, ávaxta- og mjólkuráskrift
Skólamáltíðir verða gjaldfrjálsar frá og með skólabyrjun. Nánara fyrirkomulag á skráningu verður sent síðar.
Skráning í ávaxta- og mjólkuráskrift fer fram á vala.is með rafrænum skilríkjum. Skráning frá síðasta skólaári helst óbreytt inni nema skráningu sé breytt á vala.is
Gjald er innheimt á níu mánuðum þ.e. mánuðina september - maí.
Gjaldinu vegna daganna í júní og ágúst er jafnað á hina mánuðina.
Ávaxtaáskrift 2.199 kr.
Mjólkuráskrift 973 kr.
Skóladagurinn
Skólinn opnar kl. 7.45. Boðið er upp á frían hafragraut á morgnana áður en skóli hefst og í frímínútum fyrir 8.-10. bekk.
1. bekkur
Fimmtudaginn 22. ágúst opnar Frístund kl. 12 fyrir alla sem þar eru skráðir. Föstudaginn 23. ágúst gefst 1. bekkingum kostur á að nýta frístund fyrir hádegi sér að kostnaðarlausu. Almenn vistun hefst svo kl. 13:15 þann sama dag. Þeir sem vilja nýta Frístund á þessum tíma eru beðnir um að senda póst á Silfá, forstöðumann Frístundar, silfa@akmennt.is.
Umsjónarkennarar skólaárið 2024-2025
2. bekkur - Lilja Þorkelsdóttir, Matthildur Stefánsdóttir og Þórunn Hafsteinsdóttir
3. bekkur - Heiðdís Björk Gunnarsdóttir og Petrea Ósk Sigurðardóttir
4. bekkur - Fríða Rún Guðjónsdóttir og Magnea Guðrún Gróa Karlsdóttir
5. bekkur - Arna Valgerður Erlingsdóttir og Rannveig Heimisdóttir
6. bekkur - Hafdís María Tryggvadóttir og Kolbrún Sveinsdóttir
7. bekkur - Gunnar Símonarson og Íris Berglind Clausen
8. bekkur - Heiða Björg Guðjónsdóttir og Ólafur Haukur Tómasson
9. bekkur - Hjördís Ragna Friðbjarnardóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Þröstur Már Pálmason
10. bekkur - Hulda Guðný Jónsdóttir og Katrín María Hjartardóttir