
DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
FEBRÚAR 2022
14.febrúar - Skipulagsdagur og styttist í vetrarfrí.
24.febrúar - Vetrarfrí
25.febrúar - Vetrarfrí
28.febrúar - Bolludagur
Förum að huga að mars þar sem sprengi- ösku og árshátíðardagar eru á dagskrá.
NÆSTA VIKA HEFST MEÐ FRÍDEGI NEMENDA
Mánudagur 14.febrúar - skipulagsdagur, nemendur eiga frí.
Starfsfólk vinnur að faglegum undirbúningi kennslu.
Þriðjudagur 15.febrúar
- 14:40 Teymisfundur - teymin skipuleggja kennslu.
Miðvikudagur 16.febrúar
- Góður dagur í útivist?
Fimmtudagur 17.febrúar
- 14:40 Fagfundur - kennarar sinna faglegum undirbúningi og skólaþróun.
Föstudagur 18.febrúar
- Förum í gott helgarfrí.
MATSEÐILL Í NÆSTU VIKU
NETÖRYGGI
Á síðasta fimmtudag buðu félagsmiðstöðvarnar í Múlaþingi upp á fræðslu um samskipti og nethegðun unglinga. Frábært framtak hjá þeim og vonandi gátu sem flestir tekið þátt í því.
Á heimasíðu https://www.saft.is/ má kynna sér ýmislegt sem varðar netöryggi.
VIKA SEX VERÐUR VIKA SJÖ
Í sjöttu viku ársins er í mörgum skólum lögð áhersla á umræðu um kynheilbrigði. Skólar og félagsmiðstöðvar í Múlaþingi taka þátt í þessu verkefni.
Meðfylgjandi er frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.
https://www.mulathing.is/is/frettir/vika-sex-arleg-vika-kynheilbrigdis-i-mulathingi
Í Djúpavogsskóla var töluvert álag í viku sex, eitthvað var um forföll hjá starfsfólki auk þess sem önnur verkefni tóku töluvert pláss. Við ákváðum því að taka hæglætið á þetta og færa viku sex yfir í viku sjö.
Djúpavogsskóli hefur ekki tekið þátt í þessu verkefni með formlegum hætti en auðvitað höfum við rætt þessi mál við okkar nemendur enda mikilvæg umræða sem hefur tengingar inn í margar námsgreinar.
Í næstu viku (viku sjö) ætlum að halda þeirri umræðu áfram.
SNJÓR OG STUÐ
MEIRA AF VETRARMYNDUM
Sjáumst á þriðjudaginn.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Starfsfólk Djúpavogsskóla.