
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
SEPTEMBER
- 15.sept, Dagur íslenskrar náttúru, göngu- og gestadagur.
- 16.sept, Endurmenntunardagur starfsfólks á Austurlandi...NEMENDUR EIGA FRÍ
- 22.-23.sept, Utis, endurmenntun starfsmanna (ekki á nemendatíma).
- 26.sept, Evrópski tungumáladagurinn.
NÆSTA VIKA
- Mætum hress og kát
Þriðjudagur 13.september
- 14:20 - 15:50 Fagfundur
Miðvikudagur 14.september
- Góður dagur til að lesa góða bók
Fimmtudagur 15.september - Dagur íslenskrar náttúru / göngu- og gestadagur
- Allir nemendur hvattir til að bjóða gestum með sér í skólann.
- 14:20 - 15:50 Teymisfundur.
- Nemendur fara í helgarfrí
Föstudagur 16.september - Endurmenntunardagur starfsfólks í grunnskólnum á Austurlandi
FRÉTTIR FRÁ LIÐINNI VIKU
Á mánudaginn var viðburður á vegum Bras, menningarmót. Það var Kristín Vilhjálmsdóttir sem leiddi þá vinnu en markmið með verkefninu er m.a. að:
- varpa ljósi á styrkleika þátttakenda og fjölbreytta menningu og tungumál þeirra á skapandi hátt
- að stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi
- að skapa vettvang þar sem þátttakendur geta undrast og hrifist af því sem er líkt og ólíkt í menningu þeirra og áhugamálum
- að listin verði sameiginlegt tungumál barna og ungmenna
- að einstaklingar verði meðvitaðir um gildi eigin menningar og upplifi um leið þau jákvæðu áhrif sem það hefur á sjálfsmyndina að veita öðrum innsýn inn í sinn heim
- að þátttakendur geri sér ljóst að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu.
Frábært verkefni hér á ferð.
Í samveru var m.a. sungið og nemendur fengu kynningu á íþróttastarfi Neista í vetur, foreldrar ættu að hafa fengið drög að stundartöflu og skráningarform sent í tölvupósti.
Tónlistarskólinn hefur formlega hafið vetrarstarfið, það eru enn nokkur pláss laus og hægt að hafa samand við Berglindi og skrá sig.
Frístund og heimilisfræði eru komin á Helgafell, allt er að smella rólega saman.
Einnig var kosið í nemendaráð og ungmennaráð.
Starfsáætlun skólans var samþykkt af starfsfólki og næst fer hún fyrir Skólaráð og í framhaldi verður hún birt á heimasíðu skólans.
BREYTINGAR Á SKÓLAAKSTRI Í TENGSLUM VIÐ NEISTATÍMA
Nú fer fram skráning í Neistatíma og foreldrar barna í dreifbýli eru beðnir um að láta Kristrúnu vita um skráningar sinna barna í Neistatímana. Í framhaldi verður brottfarartími skólabíla skoðaður.
NEFNDIR OG RÁÐ
Skólaráð 2021-2023
- Þorbjörg Sandholt, skólastjóri
- Helga Björk Arnardóttir, fulltrúi kennara
- María Dögg Línberg, fulltrúi kennara
- Svala Bryndís Hjaltadóttir, fulltrúi almennra starfsmanna
- Ríkharður Valtingojer, fulltrúi nemenda
- Brynja Kristjánsdóttir, fulltrúi nemenda
- Arnór Magnússon, fulltrúi foreldra
- Hafdís Reynisdóttir, fulltrúi foreldra
- Þórunnborg Jónsdóttir, fulltrúi úr grendarsamfélaginu
Nemendaráð skólaárið 2022-2023
- Andrea Hanna Guðjónsdóttir 8.bekk
- Óðinn Mikael Óðinsson 8.bekk
- Antoni Marszalek 9.bekk
- Brynjar Örn Pálmason 9.bekk
- Brynja Kristjánsdóttir 10.bekk
Til vara:
- Rökkvi Pálmason 8.bekk
- Óðinn Pálmason 10.bekk
Ungmennaráð Múlaþings.
Fyrir hönd Djúpavogsskóla:
Sævar Atli Sigurðsson
Til vara:
Heiðdís Lóa Egilsdóttir
Á DAGSKRÁ Í NÆSTU VIKU
DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU ER LÍKA GÖNGU- OG GESTADAGUR
Í Djúpavogsskóla eru margar hefðir sem okkur langar að halda í, þær búa m.a. til okkar sérstöðu.
Það er m.a. hefð fyrir:
- halda upp á Dag íslenskrar náttúru.
- að hafa nokkra gestadaga á hverju ári.
- að allir fari saman í haustgöngu.
Skólaárið 2022-2023 rekst Dagur íslenskrar náttúru á við endumenntunardag og því var ákveðið að sameina daginn með göngu- og gestadegi.
Þann 15.september stefnum við á að ganga saman og við hvetjum nemendur til að bjóða með sér gestum.
https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og-natturuvernd/vidburdir/dagur-islenskrar-natturu/
KÆRU FORELDRAR OG FORRÁÐAMENN...
Eitt af því sem okkur langar að efla við skólann er tenging milli heimilis og skóla. Síðustu tvö ár hafa ekki gefið okkur tækifæri til að vinna að því með þeim hætti sem okkar langar.
Nú er tækifærið, við getum öll verið saman, nýtum það vel og eflum skólastarfið saman.
Eftir fagfund á þriðjudaginn munu umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingar um hvert við stefnum haustgöngunni í ár en áherslan er á að hafa hana létta og skemmtilega samveru.
Vonandi sjáumst við sem flest þar (langtíma veðurspá segir að það verði gott útivistarveður).
Bestu kveðjur,
Obba
Í von um að þið eigi góða helgi.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Djúpavogsskóla