Kópavogsskóli
Samstarf leik- og grunnskóla
Ágætu foreldrar/ forráðamenn barna sem hefja grunnskólagöngu í Kópavogsskóla haustið 2019.
Í fréttapistli þessum er fjallað um það sem framundan er í samstarfi leikskóla og Kópavogsskóla. Hér koma einnig fram upplýsingar varðandi skráningu í grunnskóla og heimsóknir foreldra og nemenda.
Upplýsingar um Frístund koma fram aftast í þessum pistli en það er starfsemi sem sér um lengda viðveru nemenda eftir að skólatíma lýkur.
Vonum við að upplýsingarnar reynist ykkur vel og verði til þess að öryggi ykkar og barna ykkar skapist um skólaskiptin og þær breytingar sem þeim fylgja. Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum ykkur velkomin í Kópavogsskóla.
Vinátta- Virðing - Vellíðan
Sjáumst í skólanum!
Bergþóra Þórhallsdóttir deildarstjóri
Móttökuáætlun
Samstarfsleikskólarnir Kópahvoll og Skólatröð koma í heimsóknir í list- og verkgreinar ásamt því að vera boðið á sýningar fyrir litlu jól og árshátíð og samverustundar á vináttudegi. Samstarfsleikskólarnir nýta einnig bókasafn skólans í samráði við safnkennara. 7. bekkur skólans hefur einnig lesið fyrir leikskólanemendur á Degi íslenskrar tungu.
Nemendur allra barna sem skráðir eru í 1. bekk haustið 2019 koma í þrjú skipti í heimsókn ýmist með leikskólanum sínum (Kópahvoli eða Skólatröð) eða í fylgd foreldra, eftir því sem við á hverju sinni.
Fyrsta heimsókn:
Nemendur mæta í sal skólans þar sem þeim verður skipt upp í tvo hópa. Þau fá kynningu á Frístund hjá forstöðumanni og fá að leika sér þar í nokkra stund. Gengin verður kynningarganga um skólann með deildarstjóra yngsta stigs. Nemendur fá ávaxtahressingu í þessari heimsókn.
Heimsóknin er áætluð föstudaginn 15. mars kl 09:30 - 11:00 fyrir Skólatröð/ Urðarhóll og föstudaginn 22. mars kl 09:30 - 11:00 fyrir Kópahvol. Börn af öðrum leikskólum er boðið að mæta í fylgd með foreldrum og geta ráðið hvor tíminn hentar betur. Í þessari fyrstu heimsókn er hópnum tvískipt.
Nemendur mæta í suðurinngang við íþróttahús. Þar taka Didda í Frístund og Bergþóra deildarstjóri á móti hópnum og fylgja þeim um skólann. Skóm er raðað undir neðstu hillurnar og yfirhafnir taka börnin með sér að snögum í Frístund.
Önnur heimsókn:
Nemendur mæta í skólann og nú fá þau tækifæri til að spreyta sig í kennslustund með hluta af núverandi 1. bekk. Þau vinna létt verkefni og fá sérstaka kynningu
i matsal skólans. Nemendur fá að borða í þessari heimsókn og fara til baka að afloknum matartíma.
Nemendur mæta í suðurinngang við íþróttahús. Þar taka kennarar á móti hópnum og vísa þeim leiðina í stofur. Skóm er raðað undir neðstu hillurnar og yfirhafnir taka börnin með sér að snögum í Frístund.
Heimsóknin fer fram annars vegar fimmudaginn 28. mars kl. kl 10:30 - 11:20 Kópahvoll og hins vegar fimmtudaginn 4. apríl kl. kl 10:30 - 11:20 Skólatröð/ Urðarhóll. Foreldrar nemenda af öðrum leikskólum skipuleggja sjálfir heimsókn annan hvorn þessara daga eða í samráði sín á milli.
Nemendur mæta í suðurinngang við íþróttahús. Þar taka kennarar á móti hópnum og vísa þeim leiðina í stofur.
Þriðja heimsókn:
Í þessari heimsókn, sem er sú síðasta í röðinni, fá nemendur tækifæri til að spreyta sig í íþróttatíma í íþróttahúsi skólans. Þau fá kynningu á búningsklefa og íþróttasal. Nemendur mæta í íþróttaklæðnaði innan undir öðrum fatnaði. Íþróttakennarar taka á móti hópunum. Nemendur fara heim að afloknum íþróttatíma. Íþróttatíminn fer fram í byrjun maí mánaðar. Nánar auglýst síðar.
Við hvetjum samstarfsleikskóla og foreldra til þess að nýta tækifærið í heimsóknunum eða utan þeirra að kynna fyrir börnunum skólalóðina og prófa hana með þeim.
Fylgist með á vefsíðu og/eða á Facebooksíðu skólans.
VORSKÓLI í maí
Síðari vorskóladaginn þriðjudaginn 28. maí verður foreldrafundur kl. 15:15 - 16:00 í sal skólans. Þar verður farið yfir væntanlegt skipulag skólastarfsins og stjórnendur svara spurningum foreldra.
Blær
Foreldrar eru beðnir um að sjá til þess að börnin komi með Blæ í vorskólann. Blær er á leikskólanum og ætlar að bíða eftir þeim í skólanum þegar þau mæta í haust.
Innritun í Kópavogsskóla
Skólasetning verður 23. ágúst 2019 og verður nánar auglýst á vef skólans í sumar.
Frístund Kópavogsskóla - STJARNAN
Stjarnan er opin frá kl. 08:00-17:00 á ráðstöfunardögum/starfsdögum samkvæmt skóladagatali skólans.
Frístund er með lokaða facebooksíðu þar sem samskipti fara m.a. fram milli Frístundar og heimila nemenda.
Sumardvöl Stjörnunnar - frístundar
Sumaropnun frístundar verður auglýst á vef Kópavogsbæjar. Sótt er um sumardvöl í íbúagátt. Opnað verður fyrir umsóknir í maí.
Um okkur
Foreldrum/forráðamönnum er velkomið að hafa samband um frekari upplýsingar um skólastarfið.
Email: kopavogsskoli@kopavogur.is
Website: http://www.kopavogsskoli.is/
Location: Kópavogur, Iceland
Phone: 441 - 3400
Facebook: https://www.facebook.com/kopskoli
Twitter: @kopskoli