
DJUPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
MARS OG HUGAÐ AÐ APRÍL
- 22.mars, Árshátíð í 1. - 4.bekk sem átti að vera í dag er frestað.
- 24.mars, Árshátíð í 5. - 10.bekk sem átti að vera í dag er fresta.
- 28.mars, 14:00 - 15:00 Leiðsagnarnám hjá Háskólanum á Akureyri fyrir starfsfólk.
Apríl
- 4.apríl, Árshátíð í 1. - 4.bekk á Hótel Framtíð kl.18:00
- 5.apríl, Undirbúningur fyrir árshátíð.
- 6.apríl, Árshátíð í 5. - 10.bekk á Hótel Framtíð kl.18:00
- 9. - 18. apríl páskafrí
- 21. Sumardagurinn fyrsti - frídagur
- 22. Vetrarfrí
NÆSTA VIKA
Mánudagur 21.mars
- Mætum hress og kát og vonandi er veiran á bak og burt.
Þriðjudagur 22.mars
- Starfsmannafundur
Miðvikudagur 23.mars
- Góður dagur til að staldra við og hugleiða.
Fimmtudagur 24.mars
- Teymis/fagfundur
Föstudagur 25.mars
- Förum í gott helgarfrí.
ÞESSI VIKA TOPPAÐI ALLT
Við erum mjög þakklát fyrir stuðningin og kveðjurnar sem við höfum fengið frá ykkur kæru foreldrar, það er gott að finna það að við hjálpumst að í gegnum þetta.
Þeir starfsmenn sem stóðu vaktina þessa vikuna lögðu allt í að láta skipulagið ganga upp enda margt á dagskrá.
Allur kraftur var settur í að gera nemendum í 7.bekk kleift að fara á Höfn og keppa í upplestri og það er orðið ljóst að við þurfum að fara að dusta rykið af varaskipulagi fyrir árshátíðina okkar.
En þetta gekk allt upp og við sýndum það enn og aftur að þegar við höfum hugrekkið, virðinguna og samvinnuna að leiðarljósi, þá gengur þetta upp.
BREYTING Á ÁRSHÁTÍÐARSKIPULAGI
Á þessum árstíma og sérstaklega eftir svona ástand eru allir þreyttir og við leggjum alla áherslu á að þessi vinnan verði góð upplifun fyrir nemendur enda margir sem eru búnir að bíða spenntir eftir árshátíðardögum. Á sama tíma eru líka margir sem finna fyrir kvíða þegar mikið uppbrot er á skólastarfinu og til að koma til móts við alla þá er það okkar mat að fresta árshátíð um tvær vikur.
Nemendur í 1. - 4.bekk stefna því á að sýna sitt verk mánudeginum 4. apríl kl. 18:00 og nemendur í 5. - 10.bekk, sýna sitt verk á miðvikudegi 6. apríl kl. 18:00.
Með þessu erum við að vona að allir fái sinn tíma til að æfa og í raun erum við þá bara að fara inn í það skipulag sem við vorum tibúin með áður en veiran náði okkur.
VIÐ ERUM FRÁBÆR Í UPPLESTRI
Talandi um hugrekki, það var magnað að fylgjast með þeim Rökkva, Önnu, Freydísi, Óðni, Andreu og Stefáni stíga í pontu og lesa sögur og ljóð fyrir áheyrendur í Hafnarkirkju, þau stóðu sig öll frábærlega.
En reglurnar segja til um að það séu þrjú verðlaunasæti í þessari keppni.
Formaður dómnefndar bjó til mikla spennu þegar vinningssætin voru lesin upp.
- í þriðja sæti var Áskell Ingólfsson frá Grunnskóla Hornafjarðar.
- í öðru sæti var Anna Margrét Alfreðsdóttir frá Djúpavogsskóla og þá var bara spurning um það hver yrði í 1.sæti og spennan var rosaleg.
- Það brutust út mikil fagnaðarlæti úr stuðningshóp Djúpavogsskóla þegar ljóst var að í 1.sæti væri Rökkvi Pálmason úr Djúpavogsskóla.
Myndir segja meira en mörg orð.
Hér má sjá frétt á heimasíðu Grunnskóla Hornafjarðar og svo kemur hellingur af skemmtilegum myndum frá frábærum degi.
https://gs.hornafjordur.is/skolinn/frettir-og-tilkynningar/lokahatid-storu-upplestrarkeppninnar-2
Til hamingju Rökkvi og Anna Margrét.
Formaður dómnefndar fer yfir leikreglur.
Allir fengu að...
...æfa sig.
Stuðningslið Djúpavogsskóla mætt.
Fabian kynnir keppninar.
Sæmundur formaður hélt ræðu.
2.sætið hlýtur...Anna Margrét Alfreðsdóttir Djúpavogsskóla
1.sætið hlýtur...Rökkvi Pálmason Djúpavogsskóla
Vinningshafi í þessari keppni fær það hlutverk að vera kynnir í næstu keppni og hér má sjá Fabian sem vann keppnina í fyrra kynna nemendur og dagskrá.
Einstaklega vel gert hjá honum og frábært að sjá hvað hann lagði sig vel fram um að skila sínu verkefni vel.
Glæsilegt hjá þér Fabian.
Rökkvi verður kynnir á næsta ári og sennilega verður keppnin þá haldin hér á Djúpavogi.
MITT HLUTVERK OG ÞITT HLUTVERK
Við fórum á Höfn á tveimur rútum, í annarri rútunni var keppnisliðið og kynnirinn. Öll höfðu þau það hlutverk að standa upp og lesa fyrir helling af ókunnugu fólki, þá þarf maður að mæta sallarólegur og vel undirbúin.
Í hinni rútunni var stuðningsliðið og þau vissu nákvæmlega hvert þeirra hlutverk var. Þau mættu í stuði og studdu vel við sitt fólk.
Allt var þetta gert með ótrúlega fallegri framkomu svo eftir því var tekið.
Einstaklega flottur hópur, vel gert hjá þeim.
Hér er verið að kjarna sig í verkefnið...
...það námkvæmlega sama er að gerast hér :)
Það var stoltasti skólastjóri í heimi sem tók þessa mynd þegar allir voru komnir heilir heim. Myndin var sérstaklega tekin fyrir Maríu Dögg umsjónarkennarann þeirra sem komst ekki með út af dotttllu ;)
MEIRA AF SKEMMTILEGUM MYNDUM
Þeir sem voru mættir í skólann gerðu sitt besta til að æfa fyrir árshátíðina, hér má sjá myndir stelpum á miðstigi æfa sig, ótrúlega flott hjá þeim.
Á þriðjudaginn var klippimyndasmiðja á vegum bókasafna í Múlaþingi.
Listamaðurinn Marc Alexander leiðbeindi börnum hvernig gera má gera flottar klippimyndir.
Þetta var frábær smiðja og hér má sjá skemmtilegar myndir frá þessum viðburði. Þeir sem mættu voru sammála um að það væri frábært að fá Mark aftur þegar við höfum vanist því aftur að fara á viðburði.
Fyrsta æfing...
...á þessu atriði...
...og þröngt mega sáttir sitja.
Með húmorinn að vopni túlkaði Helga stemminguna síðustu daga :)
Takk fyrir ótrúlega viku, vonandi sjáumst við hress eftir helgi.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Djúpavogsskóla