Hvalrekinn
19. mars 2024
Páskakveðja
Ágætu foreldrar
Senn líður að páskafríi sem hefst í lok vikunnar eða 22. mars.
Áður en að páskafríinu kemur ætlum við að brjóta upp hefðbundið skólastarf og hafa þemadaga hjá okkur frá miðvikudegi og út vikuna. Yfirskrift þemadaganna er Hreyfing - hugur - heilsa. Munu nemendur vinna fjölbreytt verkefni eftir aldri útfrá yfirskrift þemadaganna.
Föstudaginn 22. mars verður opið hús í skólanum frá kl. 10:00 til 11:20 þar sem foreldrar eru hjartanlega velkomnir til að sjá afrakstur vinnu nemenda á þemadögum. Vonum við að sem flestir geti gefið sér tíma til að líta við.
Hafið það sem best og gleðilega páska.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Hvaleyrarskóli er hnetulaus skóli
Dagskrá Þemadaga miðvikudag og fimmtudag
Dagana 20. - 22. mars (miðvikudag til föstudag) eru þemadagar hjá okkur í Hvaleyrarskóla.
Þessa daga er skert viðvera nemenda í skólanum en skólinn hefst kl. 8:20 og stendur til kl. 13:20 nema á föstudag þá er skóli til hádegis.
Nemendur sem eru skráðir í Holtaseli fara að skóladegi loknum í Holtasel.
Opið hús fyrir foreldra og gesti
Föstudaginn 22. mars kl. 10:00 - 11:20 viljum við bjóða foreldrum að koma og skoða afrakstur þemadaganna.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á opnu húsi á föstudaginn.
Óviðeigandi orðbragð
Undanfarið höfum við starfsfólk Hvaleyrarskóla orðið meira vör við óviðeigandi orðbragð milli nemenda skólans. Í sumum tilfellum kemur orðbragðið út frá tónlistarmyndböndum sem nemendur eru að hlusta á og fara að nota eða tileinka sér gagnvart hvort öðru.
Í allt of mörgum tilfellum er orðbragðið að beinast gegn samnemendum. Það er mikilvægt að við öll tökum höndum saman og ræðum við okkar börn hvernig við komum fram við hvert annað. Þá er mikilvægt að hafa gildi skólans að leiðarljósi KURTEISI - ÁBYRGÐ - SAMVINNA.
Símafrí í apríl
Á fundir fræðsluráð Hafnarfjarðar þann 21. febrúar var ákveðið að í apríl yrði símafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Þá eiga símar nemenda að vera ofan í tösku eða inni í skáp nemenda frá því skóladagur hefst að morguni og honum líkur seinnipartinn. Sjá nánar í fundargerð fræðsluráðs.
Með tillögunni vonast fræðsluráð til þess að tillaga þessi leiði af sér jákvæðan skólabrag, bæti samskipti og styrki tengslamyndun á meðal barna og starfsfólks í grunnskólum bæjarins.
Bókasafnið verður opið í frímínútum fyrir elstu nemendur skólans. Búið er að bæta við spila- og púsleign skólans.
Vímuefnafræðslan VELDU fyrir foreldra og forráðamenn
Lestarsprettur
Lestrarsprettur var 4.-15. mars. Markmiðið var að efla orðaforða og lesskilning með gagnvirkum lestri og bar verkefnið yfirskriftina: Skilur þú?
Gagnvirkur lestur er lesskilningsaðferð sem hefur verið mikið rannsökuð og eru niðurstöður samhljóma um að aðferðin skilar góðum árangri er kemur að skilningi í öllum greinum. Um gagnvirkan lestur má t.a.m. lesa hér og hér.
Skólinn hefst eftir páskaleyfi 2. apríl
- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl.
Skóladagatal Hvaleyrarskóla 2024 - 2025
Skólaráð Hvaleyrarskóla samþykkti skóladagatal næsta árs á fundi sínum miðvikudaginn 13. mars. Skóladagatalið verður tekið fyrir í fræðsluráði miðvikudaginn 20. mars.
- Hér má sjá Skóladagatal Hvaleyrarskóla 2024-2025.
- Hér má líka sjá allra fyrstu drög skóladagatals grunnskóla Hafnarfjarðar 2025-2026 (skólasetning og vetrarfrí).
Heimanám - Hvatning
Við viljum minna á að samkvæmt reglum um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar er nám nemenda sem er í leyfi á ábyrgð foreldra. Því viljum við benda á að allar áætlanir nemenda í 1. – 10. bekk má finna inn á Mentor og hjá nemendum með spjaldtölvur/Ipad eru verkefni, áætlanir og annað efni er einnig að finna inni á Google Classroom.
Foreldrar geta nálgast námsbækur og önnur gögn í skólanum.
We would like to remind you that according to the rules on school attendance in Hafnarfjörður, the education of students who are on leave is the responsibility of the parents. We would also like to point out that all plans for students in 1st - 10th grade can be found on Mentor. In addition, for students with Ipads, assignments, plans and other material can also be found on Google Classroom.
Parents can arrange to get books from the school.
Myndir úr skólastarfinu
Samvera hjá 1. LBH
Samvera hjá 1 .EÞ
Upplestrarkeppnin hjá 7. bekk
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
Hátíð á Holtinu
Við viljum minna á að hverfishátíð foreldrafélags Hvaleyrarskóla og Hvaleyrarskóla verður haldin fyrir framan skólann miðvikudaginn 5. júní frá kl. 17:00 - 19:00.
Munið að taka daginn frá og nánari dagskrá kemur þegar nær dregur.
Páskakveðja frá Hvaleyrarskóla
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:00 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/