
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
MARS 2023
- 06.mars - Formlegur undirbúningur hefst fyrir árshátíð.
- 08.mars - Skólastjórar á Austurlandi koma í skólaheimsókn í Djúpavogsskóla.
- 14.mars - Dagur stærðfræðinnar og gestadagur.
- 15.mars - Stóra upplestrarkeppnin, haldin í Djúpavogskirkju.
- 22.mars - Lokaæfing fyrir árshátíð.
- 23.mars - Generalprufa og sýningardagur.
- 24.mars - Frágangur eftir árshátíð.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 06.mars
- Mætum hress inn í árshátíðarviku.
- 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- 10:00 - 12:30 Æfingar og árshátíðar smiðjur hefjast formlega.
- 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
Þriðjudagur 07.mars
- 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
- 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- 14:20 - 15:50 Starfsmannafundur.
Miðvikudagur 08.mars
- 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
- 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- 13:00 Skólastjórar á Austurlandi í heimsókn.
Fimmtudagur 09.mars
- 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
- 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
Föstudagur 10.mars
- 8:05 - 10:00 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- 10:00 - 12:30 Árshátíðar smiðjur og undirbúningur.
- 12:30 - 14:10 Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- Förum í gott helgarfrí.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
ÖSKUDAGUR
Það var mikið fjör hjá okkur á Öskudegi eins og myndirnar sýna.
Í ár sendi nemendaráð inn þeirra hugmyndir að því hvað væri skemmtilegast að gera á þessum degi. Þær hugmyndir voru flestar ef ekki allar samþykktar af starfsmönnum sem tóku að sér að útfæra þær í gott skipulag.
Takk nemendaráð fyrir gott samstarf, þessi dagur gekk mjög vel.
STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN Í 7.BEKK
Það er hefð fyrir því að 7.bekkur í Djúpavogsskóla taki þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Þetta er alltaf virkilega hátíðlegur viðburður hjá nemendum og foreldrum á miðstigi.
Á síðustu árum höfum við verið í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar og við sameiningu í Múlaþing tókum við þá ákvörðun að halda því samstarfi áfram.
Frá upphafi keppninnar hefur hún verið rekin af ákveðnum aðilum sem hafa haldið utanum skipulag sem skólarnir hafa fylgt.
Nú hafa orðið breytingar á þessu og Djúpavogsskóli og Grunnskóli Hornafjarðr skipuleggja þetta núna sín á milli.
Það verður ekki mikil breyting á skipulaginu.
Það er áfram umsjónarkennari í 7.bekk sem heldur utan um verkefnið í hverjum skóla og undirbýr keppendur.
Nemendur byrja á því að keppa í sínum heima skóla og sú keppni fór fram í síðustu viku en þá kepptu átta nemendur í 7.bekk í upplestri og fjórir komust áfram. Þeir verða fulltrúar Djúpavogsskóla þann 15.mars þegar Grunnskóli Hornafjarðar heimsækir okkur.
Sigurvegari frá síðasta ári er kynnir á keppninni og það er hann Rökkvi okkar sem sér um það.
En eins og við öll munum þá vann Rökkvi keppnina í fyrra og Fabian árið þar á undan, frábær árangur hjá Djúpavogsskóla.
Það er dásamlegt að fylgjast með hvað það er góð stemning hjá nemendum í 7.bekk fyrir þessari keppni. Það gerast alltaf magnaðir hlutir í þessu ferli. Nemendur leggja mikið kapp í að æfa sig í upplestri og framkomu og sýna mikið hugrekki. Þetta kom vel í ljós í síðustu viku þegar átta nemendur kepptu sín á milli.
Dómnefndin sem skipuð var: Þórdísi, Óðni og Drífu tók fram að aldrei hafi verið gefin jafn mörg heildarstig þar sem hópur lesara var svo ótrúlega jafn.
Takk fyrir ykkar framlag kæra dómnefnd.
Kæru nemendur í 7.bekk Djúpavogsskóla, innilega til hamingju með ykkar frábæra árangur, þið stóðuð ykkur öll vel og sýnuð mikið hugrekki.
Vel gert hjá ykkur öllum.
En það voru bara fjögur sæti laus og fulltrúar Djúpavogsskóla í Stóru upplestrarkeppninni eru:
Bergþóra
Bryndís
Kolfinna
Hlíf
Innilega til hamingju og gangi ykkur vel í áframhaldandi undirbúningi og í lokakeppninni.
Það var gaman að sjá að margir foreldrar nemenda í 7.bekk mættu til að hlusta á upplesturinn og við hvetjum alla áhugasaman um að mæta í Djúpavogskirkju 15.mars.
TÖFRAMAÐUR Í HEIMSÓKN
Foreldrafélag Djúpavogsskóla bauð nemendum upp á töfrabrögð í síðustu viku.
Allir virtust skemmta sér vel og það mátti greina mikinn áhuga fyrir töfrabrögðum, ekki síst á yngsta stigi þar sem nemendur reyndu að breyta skólastjóranum í nemanda og einum nemanda í 2.bekk í skólastjóra.
Þegar það virtist ekki virka þá reyndu þeir að breyta skólastjóranum í frosk, þeir ætla að æfa sig aðeins betur og reyna þetta aftur :)
Takk fyrir þetta skemmtilega innlegg kæra foreldrafélag.
UPPLÝSINGATÆKNI Á YNGSTASTIGI
Starfsfólki kross brá í gær þegar blikkandi kúla kom þjótandi inn á kaffistofu.
Þar reyndist vera á ferðinni snjall nemandi á yngstastigi sem var að læra forritun hjá Hönnu og forritaði kúluna inn á kaffistofu :)
Ingar fékk útskýringar á þessu hjá henni Rán, sem fannst þetta atriði ótrúlega fyndið :)
STAÐAN Í ÁRSHÁTÍÐARVINNU
- Nemendur og starfsmenn búnir að samlesa handritið.
- Allir nemendur skólans æfa lögin í daglegri samveru.
- Búið að raða nemenum niður í hlutverk og smiðjur.
- Búið að raða starfsfólki niður í verkefni og smiðjur.
- Búið að gera stundartöflu fyrir næstu tvær vikur.
- Flestir nemendur hafa fengið handrit.
- Búið að útbúa upplýsingavegg í skólanum.
- Það verður ein sýning sem allir taka þátt í og hún verður 23.mars.
- 24.mars er frágangsdagur.
SAMLESTUR
Samlestur á handriti er mjög mikilvægur. Það þarf að aðlaga handritið að nútímanum, laga orðalag og staðreyndavillur.
Fyrsti í samlestri var á stjórnendafundi en þar las stjórnendateymið yfir með nemendum í 10.bekk og leikstjóra. Næst var samlestur á starfsmannafundi og daginn eftir samlásu allir nemendur á mið- og unglingastigi yfir.
Á síðustu árum höfum við markvisst verið að taka lítil skref í þá átt að efla nemendur í að taka meiri ábyrgð á undirbúningi árshátíðar. Þar fá nemendur í 10.bekk mesta ábyrgð því auk þess að koma að því að undirbúa handritið og velja hvaða verk verður sýnt, þá fá þau öll töluverða ábyrgð með þeim hlutverkum sem þau völdu sér.
- Brynja valdi að leika stórt hlutverk og auk þess stýrir hún danshópnum ásamt Ingu sem er fulltrúi starfsmanna í þeim hóp.
- Sigurður Atli valdi að leika lítið hlutverk og hann verður yfir-sviðsmaður og sér um tæknilegar útfærslur á sviðinu og sviðsmyndinni, Obba er fulltrúi starfsmanna í þeim hóp.
- Óðinn valdi ekki leikhlutverk en hann mun stýra og skipulegga íþróttasmiðju ásamt þeim Rikka og Önju sem eru fulltrúar starfsmanna.
Aukin ábyrgð virðist leggjast vel í nemendur og í ár eru nemendur í 9.bekk líka með stór hlutverk og margir sem biðja sérstaklega um að fá að bera ábyrgð á ýmsum verkefnum í smiðjunum.
Það er eins með árshátíð sem og önnur verkefni í skólanum, við reynum alltaf að gera okkar besta til að bæta það sem þarf og í húsi þar sem þarfirnar eru mismunandi þá þarf oft að gera hlutina í litlum skrefum, við vonum að sem flestir séu sáttir við þessi skref sem við erum að taka í árshátíðar undirbúningi.
UPPLÝSINGAVEGGUR
Auk þessa ætlum við að byrja alla árshátíðarsmiðjur á stuttum stöðufundi með nemendum. Þar er hægt að koma áleiðis hvað gekk vel daginn áður og hvað við þurfum að laga fyrir komandi smiðjur. Á þessum stöðufundi eru nemendur og starfsmenn.
Starfsmenn ætla svo að hittast á hverjum degi eftir kennslu og taka aðeins stöðuna, þar er hægt að gera áætlun og skipulag sem nýtist öllum hópum.
Kæru foreldrar, kíkið endilega í heimsókn til okkar og fylgist með árshátíðarvinnu.
Bestu kveðjur.
Starfsfólk Djúpavogsskóla.