

Tæknótíðindi
28. febrúar 2025
Dagsetningar framundan
- 3. mars - Námsmat - Miðannarmat birtist í Innu kl. 12:00
- 4. mars - Námsmat
- 5. mars - Starfsdagur - Skóli lokaður og lokaeinkunnir áfanga á fyrri spönn birtast í Innu kl. 16:00
- 6. mars - Kennsla hefst á spönn 2
- 10. mars - Valvika hefst
Vel heppnað árshátíðarball
Skólinn lokaður 5. mars
Við vekjum athygli á því að Tækniskólinn verður lokaður miðvikudaginn 5. mars vegna starfsdags kennara.
Klúbbakvöld ENIAC
Klúbbakvöld Eniac eru haldin alla miðvikudaga kl. 17:00–21:00 á Háteigsvegi nema þegar það er ekki skóli.
Allir nemendur í Tækniskólanum geta stofnað klúbb og stjórn NST aðstoðar t.d. að finna aðstöðu í skólanum, fá spil og þess háttar.
Klúbbar vikunnar eru auglýstir á Discord server ENIAC. Endilega fylgist með þar!
Valvika
Það er gert með því að yfirfara og staðfesta val næstu annar í Innu og greiða álögð skólagjöld. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um skólavist.
Nemendur geta einnig sótt um brautaskipti í valvikunni og síðasti dagur til að óska eftir brautarskiptum er í lok föstudagsins 14. mars.
Fögnum nýrri spönn með vöfflukaffi 6. mars
Fimmtudaginn 6. mars fögnum við nýrri spönn með vöfflukaffi. Þá mæta stjórnendur skólans með vöfflujárn í vinnuna og baka ofan í öll sem kunna að meta góðar vöfflur.
Vöfflurnar verða í boði í matsalnum á Skólavörðuholti, á Háteigsvegi og í Hafnarfirði í frímínútunum kl. 14:25.
Láttu endilega sjá þig og nældu þér í rjúkandi heita vöfflu!
Vel sóttar leiksýningar
Við óskum nemendum í leikfélaginu hjartanlega til hamingju með þessa glæsilegu uppsetningu. Í haust gefst svo nýtt tækifæri til þess að taka þátt í leiksýningu vetrarins 25/26.