

Tæknótíðindi
7. maí 2025
Dagsetningar framundan
- 16. maí - Lokar fyrir kennslumat
- 21. maí - Birting lokaeinkunna
- 24. maí - Útskrift Tækniskólans
Stóri ísdagurinn í Tæknó á föstudaginn
Í frímínútum á föstudagsmorgun (kl. 10.05 -10.25) fögnum við komandi sumri með ís í matsölum skólans. Hlökkum til að sjá þig!
Tækniskólinn sigrar í FRÍS
Við óskum liðinu okkar innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum öll til að fylgjast áfram með uppbyggingu rafíþrótta í Tækniskólanum.
Brynja í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna
Brynja Gísladóttir, nemandi í málaraiðn við Tækniskólann, hafnaði í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna með lagið Skil ekki neitt.
Þetta var magnaður flutningur hjá Brynju og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn!
Ungir frumkvöðlar verðlaunaðir
Þrjú lið frá Tækniskólanum komust í úrslit í keppninni Ungir frumkvöðlar sem stóð fyrir uppskeruhátíð nýverið. Liðin eru Andrúm og SR Tuning sem eru skipuð nemendum af K2 og Hvað skal gera? með nemendum af hönnunar- og nýsköpunarbraut. Alls tóku 152 lið þátt í keppninni, frá 17 framhaldsskólum, en 30 lið komust í úrslit.
Tvö lið frá Tækniskólanum hlutu verðlaun. Andrúm hlaut viðurkenningu fyrir bestu hönnunina og SR Tuning hlaut viðurkenningu fyrir áhugaverðustu tækninýjungina. Andrúm er skipað Kristófer Birgissyni,
Ngoan Önnu Giselu Kummer, Sigrúnu Ólafsdóttur og Stefan Erlendi Ívarssyni. Það eru svo Þórður Hugo Björnsson, Matas Jaudegis, Snorri Freyr Harðarson og Gestur Sigurðsson sem skipa lið SR Tuning en kemur úr Borgarholtsskóla.
Við óskum þátttakendum í Ungum frumkvöðlum hjartanlega til hamingju með frábæra frammistöðu.
Fjölbreyttar sýningar framundan
Maí er sannkallaður uppskerumánuður í Tækniskólanum en þá eru haldnar fjölmargar sýningar þar sem sjá má afrakstur af vinnu nemenda yfir veturinn.
Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur þá fjölbreyttu viðburði sem fram undan eru í meðfylgjandi frétt.
Kennslumat og ábendingarkerfi skólans
Nú er opið fyrir kennslumat í INNU. Í kennslumati svara nemendur spurningum um kennsluna í einstökum áföngum. Öll eru hvött til að taka þátt í kennslumatinu.
Kennslumatið er liður í sjálfsmati skólans og er góð þátttaka nemenda mjög mikilvæg. Athugið að ekki er hægt að rekja svör til einstakra nemenda. Þátttaka tekur ekki nema nokkrar mínútur.
Einnig er vakin er athygli á því að nemendur geta alltaf komið á framfæri ábendingum, kvörtunum og hrósi í gegnum ábendingakerfið á vefsíðu skólans.