
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
APRÍL
Apríl
ATHUGIÐ BREYTTAR DAGSETNINGAR Á SÝNINGARDÖGUM
- 4.apríl, árshátíð, 5. - 10.bekkur sýnir Konung ljónanna á Hótel Framtíð kl.18:00, miðasala við inngang.
- 5.apríl, árshátíð 1. - 4.bekkur sýnir Konung ljónanna á Hótel Framtíð kl.18:00, miðasala við inngang.
- 4. - 5. apríl verður ritlistasmiðja fyrir alla nemendur skólans. Leiðbeinandi er Viktoría Blöndal skáld og sviðshöfundur.
- 9. - 18. apríl páskafrí
- 19. - 20. apríl, nemendur mæta samkvæmt stundarskrá.
- 21. Sumardagurinn fyrsti - frídagur
- 22. Vetrarfrí
NÆSTA VIKA
Mánudagur 28.mars
- Mætum hress og kát í árshátíðar undirbúning.
- Nemendur í 10.bekk svara Pisakönnun.
- Starfsþróun og endurmenntun starfsmanna 14:00-15:00, leiðsagnarnám.
Þriðjudagur 29.mars
- Teymisfundir og árshátíðar undirbúningur starfsmanna.
Miðvikudagur 30.mars
- Á árshátíðardögum er nauðsynlegt að staldra við og hugleiða.
Fimmtudagur 31.mars
- Teymisfundir og árshátíðar undirbúningur starfsmanna.
Föstudagur 01.apríl
- Förum í gott helgarfrí.
ME Í HEIMSÓKN
Í síðustu viku fengu nemendur í 10.bekk heimsókn frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Það var sérstaklega gaman að hitta Viktor Inga, fyrrum nemenda skólans og heyra hans hlið á menntaskólalífinu.
ÁRSHÁTÍÐAR SPENNINGUR Í HÚSI
Það er mikill árshátíðar spenningur í húsinu, nemendur eru á ferð og flugi við að græja leikmynd, leikmuni og búninga, auk þess sem það eru leik- og tónlistar æfingar á hverjum degi.
Freyja fór í gegnum...
...búninga kassann og ...
...fann franskt þema :)
...Hildur leiðbeinir...
...í búningadeildinni...
og Hlíf er í stuði :)
Matti græjar...
...tré, kletta og margt fleira...
...vaxandi skógur...
ELDRI NEMENDUR KENNA ÞEIM YNGRI
Eitt af því sem er svo magnað við árshátíðarstarfið okkar er að sjá nemendur eflast og taka ábyrgð á því hvernig leikferlið þróast.
Hér eru þær Vigdís og Ríkey í 10.bekk að stýra fyrstu dansæfingu. Þær eru búnar að semja dansinn og undirbúa sig vel. Kennslan hjá þeim hófst með sýnikennslu áður en þær fóru í að æfa hvern og einn og hópinn saman.
Þetta er alveg til fyrirmyndar og nákvæmlega eins og svona vinna á að vera, allir hjálpast að og hver og einn leggur rækt við sitt verkefni.
Frábært hjá þeim.
ÆFING HJÁ YNGRI NEMENDUM
HUGLEIÐSLA
Í öllu þessu árshátíðar stússi má ekki gleyma að staldra við og hugleiða. Fátt er betra en að taka eina góða skák.
Hér virðist Natan þurfa að hugsa sig vel um enda Nikodem vel einbeittur.
ÞAÐ ER LÍKA GOTT AÐ SLAKA Á OG KUBBA SAMA
Bestu kveðjur úr Djúpavogsskóla.