
DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
MARS OG RESTIN AF FEBRÚAR
FEBRÚAR
24. - 25. febrúar - Vetrarfrí
28.febrúar - Bolludagur og foreldrafundur þar sem allir geta komið saman.
Í dag hefst formlegt vettvangsnám hjá þeim sem eru í kennsluréttindanámi.
MARS
- 1.mars - Sprengidagur, nemendur í 7.bekk í Djúpavogsskóla keppa í upplestri.
- 2.mars - Öskudagur - húllumhæ og búningadagur.
- 3.mars - Kennsluráðgjafi frá Skólaskrifstofu Múlaþings kemur í heimsókn.
- 8.-10.mars - BÚIÐ AÐ AFLÝSA SAMRÆMDUM PRÓFUM
- 11.mars - Starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar kemur í skólaheimsókn til okkar.
- 14.mars - Dagur stærðfræðinnar.
- 15.mars - Kvikmyndasmiðja á vegum bókasafna í Múlaþingi (nánar auglýst síðar).
- 16.mars - Stóra upplestrarkeppnin haldin í Grunnskóla Hornafjarðar.
- 22.mars - 1.-4.bekkur sýnir árshátíðar verkið sitt (Lion king).
- 23.mars - Árshátíðar undirbúningur hjá 5.-10.bekk.
- 24.mars - 5.-10.bekkur sýnir árshátíðar verkið sitt (Lion king).
- 25.mars - Árshátíðar frágangur.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 28.febrúar - BOLLUDAGUR
- Mætum hress eftir gott vetrarfrí, nemendur geta haft með sér rjómabollur í nesti.
- 10:30 Nemendur í 7.bekk keppa í upplestri.
- 19:30-21:00 Foreldrafundur í Djúpavogsskóla.
Í dag eru sumir kennarar skólans að hefja formlegt vettvangsnám.
Þriðjudagur 1.mars - SPRENGIDAGUR
- Saltkjöt og baunir í matinn.
- 14:40 Teymisfundur.
Miðvikudagur 2.mars - ÖSKUDAGUR
- Búningadagur hjá nemendum og starfsfólki.
- Skertur dagur á skóladagatali, kennslu líkur 13:10.
Fimmtudagur 3.mars
- Kennsluráðgjafi frá Skólaskrifstofunni verður hjá okkur í dag.
- 14:40 Fagfundur.
Föstudagur 4.mars
- Förum í gott helgarfrí.
MATSEÐILL NÆSTU TVÆR VIKUR
STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN
Foreldrar nemenda í 7.bekk ættu að hafa fengið boð um að mæta í Djúpavogskirkju kl.10:30 en 5.-6.bekkur verður líka í stuðningsliðinu.
ÖSKUDAGUR
Dagskráin er í grófum dráttum á þá leið að nemendum er skipt í nokkra hópa. Hóparnir fara svo á ákveðnar stöðvar þar sem eitthvað óvænt og skemmtilegt verður í boði.
Öskudagur er skertur dagur á skóladagatalinu.
kennslu líkur þann dag kl.13:10, hjá öllum nemendum.
Það er gott að nemendur séu með nestið sitt í fjölnota poka því þau eru stödd á mismunandi stöðvum þegar þau fara í nesti.
Þrátt fyrir að skóladegi ljúki kl.13:10 þá verður opið í frístund (viðveru). Það er mjög mikilvægt að foreldrar láti starfsfólk frístundar vita hvort að nemendur ætli að nýta sér frístundina.
BÚIÐ AÐ AFLÝSA SAMRÆMDUM PRÓFUNUM
KENNSLURÁÐGJAFI Í HEIMSÓKN
Þetta er liður í því að efla faglega kennslu hjá okkur.
KENNARAR Í VETTVANGSNÁMI
Ef ekki væri fyrir Covid þá væru nemendur beðnir um að fara í vettvangsnám í aðra skóla en sinn heimaskóla en í Covidástandi er gefin undanþága og hægt að taka vettvangsnámið á sínum eigin vinnustað.
Þær Lilja, Marta og Unnur ætla að taka vel á móti kennaranemunum okkar á mánudaginn :) og leiðbeina þeim á meðan á vettvangsnámi stendur.
OBBA Í SMÁ FRÍ OG LILJA TEKUR VIÐ
Lilja Dögg verður staðgengill skólastjóra og heldur utan um daglegt skipulag.
Netfangið hennar Lilju er:
100 SKREF FRÁ 1.BEKK TIL SKÓLASTJÓRA
Vel gert hjá Oliver.
Bestu kveðjur til ykkar og vonandi hafa allir það gott í vetrarfríinu.
Starfsfólk Djúpavogsskóla