
Djúpavogsskóli
Fréttir úr skólastarfi
MAÍ OG JÚNÍ
11.maí - Skólaþing, takið seinni part dagsins frá.
26.maí - Uppstigningardagur - frídagur.
27.maí - Héraðsleikar (nánar um það síðar, skipulag í vinnslu).
Vordagar
03. júní - Skólaslit
Skipulagsdagar starfsfólks
NÆSTA VIKA
Mánudagur 2.maí
- 13:00 Fundur í skólaráði, skóladagatal samþykkt.
Þriðjudagur 3.maí
- 14:30 Starfsmannafundur, skóladagatal samþykkt.
Miðvikudagur 4.maí
- Ungmennaþing (sjá auglýsingu neðar).
Fimmtudagur 5.maí
- Teymis/fagfundur
Föstudagur 6.maí
- Förum í gott helgarfrí.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
NÁMSMAT, STUTT Í SUMARFRÍ OG ÝMISLEGT ANNAÐ
Þetta þýðir að nú er sett kapp á að klára þau verkefni sem á eftir að meta.
Við erum alltaf að vinna í því að efla námsmatið, Jóhanna Reykjalín hefur leitt þá vinnu síðust ár. Við erum svo heppin að á því verður ekki breyting, Hanna er í fæðingarorlofi en kemur aftur til stafa á mánudaginn (í hlutastarf) og mun leiða okkur áfram í að efla okkar faglega starf.
Við erum líka svo heppin að hún Inga okkar er að koma aftur til starfa á mánudaginn, Inga ætlar að vera í hluta starfi út þetta skólaár og verður í stoðþjónustunni með Heiðu og Steinunni.
Það verður gott að fá þær stöllur aftur til starfa :)
Það er líka skemmtilegt að segja frá því að óvenju margir starfsmenn eru í, eða á leið í fæðingarorlof og í gær eiguðust heiðurs hjónin Natan og Ania stúlku, innilegar hamingjuóskir til ykkar :)
Síðasti vinnudagurinn hennar Auju var í gær en hún mætti samt í morgun :)...með kökur handa starfsfólki og ís handa nemendum. Takk elsku Auja :)
UNGMENNAÞING Í MÚLAÞINGI
Með þessu þingi er verið að gefa unglingunum okkar tækifæri til að móta stefnu sveitarfélagsins.
Þetta er frábært framtak og við stefnum á að senda okkar fulltrúa á þetta þing. Foreldrar barna í unglingadeild fá upplýsingar um það eftir helgi.
SKÓLAÞINGIÐ OKKAR
Markmið með þessu þingi er m.a. að veita nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um skólastarfið í Djúpavogsskóla. Efla skólabraginn og fá fram tillögur allra sem að skólanum koma.
Undirbúningur stendur yfir og við upplýsum ykkur betur í næstu viku.
Það er mjög mikilvægt að sem flestir mæti, við gerum ráð fyrir að þingið hefjist kl. 17 en nánari tímasetning í næstu viku.
HÉRAÐSLEIKAR
Nú eru allir viðburðir að fara af stað aftur eftir Covid, eitt af því sem er á skóladagatalinu okkar eru Héraðsleikar sem er viðburður sem hefð er fyrir hjá skólum á héraði. Öðrum skólum í Múlaþingi stendur nú til boða að vera með. Skipulag leikanna er í vinnslu og við upplýsum betur um það eftir viku.
SKEMMTILEG VERKEFNI Á GÖNGUM SKÓLANS
LANDNÁMSMENN Í HEIMABYGGÐ
Hér má sjá okkar landnámsmenn, heldur betur flottur hópur :)
Frábært verkefni hjá Unni og hennar nemendum á unglingastigi.
GLÆSILEGT LANDAFRÆÐI VERKEFNI
SAMAN Á SAMFÉS
https://www.samfes.is/samfes/vidburdir
Dásamlegt að sjá að nemendur fá tækifæri til að hittast á ný og skemmta sér saman.
FLOTTUR GLUGGI
Nú stendur yfir undirbúningur að viðgerð á skólahúsnæðinu, við upplýsum betur um það á næstu vikum.
Myndin sýnir hvar eitt sinn var inngangur inn á gömlu salernin, nú er þetta flottur gluggi á ganginum.
BESTU KVEÐJUR OG GÓÐA HELGI.
STARFSFÓLK DJÚPAVOGSSKÓLA