Tæknótíðindi
15. nóvember 2024
Dagsetningar framundan
- 18. nóvember
- Miðspannarmat birt í Innu
- Kennslumat fyrir áfanga á önn og seinni spönn opnað
- 19. nóvember - Skólafundur
- 21. nóvember - Skuggakosningar
- 22.–24. nóvember - Þríhyrningurinn
Miðspannarmat og kennslumat
Kennslumat fer fram á síðari hluta annar og birtist undir flipanum kannanir í kennsluvef Innu. Nemendur svara spurningum um kennsluna í einstökum áföngum.
Nánari upplýsingar um miðspannarmat og kennslumat á vefsíðu Tækniskólans.
Skólafundur 19. nóvember
Skólafundur verður haldinn í Tækniskólanum þriðjudaginn 19. nóvember kl. 10:25–12:05. Þá leggjum við hefðbundið námsefni frá okkur og ræðum þess í stað um ýmis málefni er varða skólastarfið. Þeim, sem ekki eru með tíma í stundatöflu á þessum tíma, býðst að mæta á skólafund í matsölum skólans á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og í Hafnarfirði.
Skólafundir eru mikilvægur lýðræðislegur vettvangur fyrir nemendur skólans til að koma sínum málefnum á framfæri. Athugið að mætingaskylda á skólafund gildir um öll þau sem eru með tíma í stundatöflu kl. 10:25–12:05 þennan dag. Þá hvetjum við öll önnur til þess að mæta á skólafund í matsölum skólans á sama tíma.
Nánari upplýsingar um skólafundinn má sjá á vefsíðu skólans.
Skuggakosningar í Tækniskólanum
Skuggakosningar í Tækniskólanum verða haldnar fimmtudaginn 21. nóvember. Hægt verður að kjósa í matsölum nemenda á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og í Hafnarfirði og hefjast kosningarnar kl. 12:00 og standa yfir til kl. 16:00 sama dag.
Skuggakosningar eru eins konar æfingakosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa sem bjóða sig fram til Alþingis 30. nóvember.
Nánari upplýsingar um kosningarnar má sjá á vefsíðu skólans.
Þríhyrningurinn - LAN
Þríhyrningurinn, sameiginlegt LAN Tækniskólans og FB, verður haldið helgina 22.–24. nóvember í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt.
Miði á LAN-ið kostar 3.500 kr. og hér er hlekkur á miðasölu. Miðasölu lýkur miðvikudaginn 20. nóvember kl. 13:00.
Nánari upplýsingar um LAN-ið má finna inn á nst.is.