Fréttabréf Engidalsskóla júní 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Hér gefur að líta síðasta fréttabréf skólaársins 2021-2022. Í því er að finna nýjustu niðurstöður lesfimprófanna, leiðbeiningar varðandi skjátíma barna, upplýsingar um skólasetninguna í ágúst og skemmtilegar myndir úr skólastarfinu. Við vonum að allir eigi gleðilegt sumarfrí og við sjáumst svo hress í ágúst.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Útskriftarnemendur Engidalsskóla 2022
Íþróttadagur Engidalsskóla
Skólasetning 23. ágúst 2022
Skjátími barna - mikilvægt að setja mörk og fara eftir þeim
Sum börn líta varla upp úr símanum og taka aðeins þátt í lífinu í gegnum miðla og þurfa því aðstoð við að setja sér mörk í skjánotkun. Skjátími barna hefur aukist til muna og hafa rannsóknir sýnt tengsl á milli skjánotkunar og þroskatengdra þátta eins og námsárangur, félagsfærni, hreyfingar og tómstund. Viðmið um skjánotkun barna í 1. – 4. bekk eru 90 mínútur á dag á meðan viðmið barna í 5. – 7. bekk er 120 mínútur á dag.
Streita og álag hjá ungmennum hefur aukist síðustu ár og hafa læknar og starfsfólk á Barna- og unglinageðdeild Landsspítalans lýst yfir áhyggjum vegna neikvæðrar áhrifa sem skjánotkun hefur á heilsu barna og unglinga, hreyfingin er minni, félagsfærnin og andleg líðan mun verri. Við getum verið stolt af því að börnin í Engidalsskóla virðast hreyfa sig meira en börnin í landinu og líðan þeirra er almennt nokkuð góð. En við getum gert enn betur því skjánotkun í æsku gefur forspárgildi fyrir hreyfingu og andlega líðan síðar meir á ævinni.
Sumarlestur
Lesfimi niðurstöður maí 2022
Á lesfimiprófi í september lásu nemendur samtals 16.392 orð, á prófinu í maí lásu þeir samtals 21089 orð og hafa bætt sig um 4697 orð. Á þessu skólaári erum við búin að vera með tvö lestrarátök og eins hafa nemendur verið duglegir að skrá sig í bókaklúbba sem eru í boði á bókasafni skólans. Þetta skólaár hefur lesturinn verið eina heimanámið. Lestrarþjálfuninn er sá þáttur skólastarfsinn sem þarf alltaf að fá sinn tíma bæði heima og í skólanum.
Þegar skoðuð er meðaltals bæting nemenda í hverjum árgangi fyrir sig á milli prófa í september og maí hjá 2. - 7. bekk og janúar og maí hjá 1. bekk þá er meðaltals bæting hvers árgangs eftirfarandi:
7. bekkur 31 orð á mínútu.
6. bekkur 21 orð á mínútu.
5. bekkur 27 orð á mínútu.
4. bekkur 38 orð á mínútu.
3. bekkur 28 orð á mínútu.
2. bekkur 27 orð á mínútu.
1. bekkur 17 orð á mínútu.
Það er ánægjulegt að segja frá því að nemendur eru yfir landsmeðaltali í fimm árgöngum, eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan. Framfarir voru ekki einungis í leshraða heldur lásu nemendur réttar og eins var framför í lesskilningi sem er ekki síður mikilvægt fyrir allt nám nemenda.
Lestur er ekki eingöngu þjálfaður við að lesa texta í bók í umhverfinu eru t.d. götuskiltin og svo er hægt að æfa sig á að lesa innihaldslýsingar á umbúðum. Stök orð má finna 100.ord.is fínn vefur til að læra orðmyndir og auka orðaforða. Bókasafn Hafnarfjarðar er einnig með sumarlestrarátak og er hægt að ská sig hér.
Um leið og við þökkum foreldrum/forsjáraðilum fyrir góða samvinnu með lestrarþjálfunina í vetur. Viljum við benda á mikilvægi þess að nemendur haldi áfram að lesa yfir sumartímann til að viðhalda þeirri færni sem þeir hafa náð nú þegar. Með auknum orðaforða eykst bæði færni í lestri og lesskilningi nemanda því er mikilvægt að einhverskonar lestrarþjálfun fari fram allan ársins hring.
Fiskurinn lúsifer
Skemmtilegar myndir úr smiðjuvinnu nemenda
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433