
Fréttabréf Grenivíkurskóla
9. tbl. 4. árg. - nóvember 2023
Kæra skólasamfélag
Skólaárið rúllar áfram og kominn nóvember. Framundan er myrkasti tími ársins og þá er um að er að leita allra leiða til að létta lundina og lýsa upp skammdegið. Við minnum á að gott er að skoða fatnað og töskur barnanna með tilliti til endurskinsmerkja, þau gera gæfumun.
Það var heilmargt um að vera í október. 7. og 8. bekkur fór í frábæra ferð á Reyki, 8.-10. bekkur tók þátt í velheppnuðum Deigludegi í Hrafnagilsskóla og allir nemendur skólans unnu að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við þemaviku sem helguð var bókum eftir David Walliams.
Einnig voru haldnir vel heppnaðir tónleikar hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar í mánuðinum og þá stóð félagsmiðstöðin fyrir afar veglegu og metnaðarfullu Halloween-balli þar sem hryllingurinn var allsráðandi.
Framundan í nóvember er svo hitt og þetta. Föstudaginn 3. nóvember eru síðustu danstímarnir, en þann dag verður einnig danssýning kl. 13:00. Starfsdagur er þann 8. nóvember, en þá er frí hjá nemendum, og svo er komið að viðtalsdagi þann 9. nóvember. Frekari upplýsingar og skráning hvað það varðar berst ykkur innan skamms.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Vígsluathöfn nýju skólalóðarinnar
Skólastjóri flutti stutta tölu og að því loknu komu þrír af nemendum fjórða bekkjar og fluttu þakkir og lýstu ánægju með svæðið. Síðan klipptu börnin á borða og svæðið var formlega opnað og gestir fengu skúffuköku í tilefni dagsins.
Deigludagur - skapandi stöðvavinna í Hrafnagilsskóla
Miðvikudaginn 18. október tóku Grenivíkurskóli, Þelamerkurskóli, Valsárskóli og Hrafnagilsskóli sig saman og buðu nemendum á unglingastigi þessara skóla upp á sameiginlega stöðvavinnu þar sem skapandi skólastarf var í hávegum haft. Vinnan fór fram í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og var hluti af Deigluverkefninu, er skólarnir fengu styrk úr Sprotasjóði fyrir því verkefni, sem unnið hefur verið að í samvinnu skólanna síðastliðið ár.
Dagurinn var vel heppnaður og nemendur ánægðir með þá skapandi og skemmtilegu vinnu sem þar fór fram.
Nemendaráð 2023-2024
- Móeiður Alma Gísladóttir - 9. bekkur
- Baldur Þór Henrýsson - 8. bekkur
- Katla Eyfjörð Þorgeirsdóttir - 8. bekkur
- Björg Guðrún Sigurbjörnsdóttir - 7. bekkur
- Jónatan Þór Sigurjónsson - 7. bekkur
Við óskum þeim til hamingju með kjörið og höfum fulla trú á því að þau sinni störfum sínum af krafti í vetur.
Heilsueflandi skóli
Dagatal Velvirk fyrir þennan mánuð ber yfirskriftina "Nýjar leiðir í nóvember". Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi, svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Grænfáninn
Frekari upplýsingar og hugmyndir að ýmsum verkefnum má finna á hér.
Þá er tilefni til að benda á verkefnið "Nægjusamur nóvember" sem Landvernd stendur einnig fyrir. Nóvember er orðinn einn neysluríkasti mánuður ársins, með fjölmörgum afsláttardögum og upphafi jólaundirbúningsins. Nægjusamur nóvember er hugsað sem mótsvar við þessu, og hvatning til hugarfarsbreytingar þegar kemur að neysluvenjum okkar.
Á döfinni í nóvember
- 1. nóvember: 9. og 10. bekkur fer í heimsókn í MA og VMA. Foreldrafundir um kvöldið.
- 3. nóvember: Danssýning kl. 13:00.
- 8. nóvember: Starfsdagur - frí hjá nemendum.
- 9. nóvember: Viðtalsdagur.
- 16. nóvember: Dagur íslenskrar tungu.
- 22. nóvember: Skáld í skólum koma í heimsókn.
Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Email: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Website: http://www.grenivikurskoli.is
Location: Grenivík
Phone: 414-5413
Facebook: https://www.facebook.com/search/top?q=greniv%C3%ADkursk%C3%B3li