Fréttabréf Naustaskóla
4.tbl. 11.árgangur 2020 maí.
Kæra skólasamfélag
Kær kveðja
stjórnendur Naustaskóla
Á döfinni í maí
4. maí - Starfsdagur (frístund lokuð)
12.-15. maí - Grunnskólamótið í frjálsum 4.-7.bekk
15. maí - Dótadagur 1.- 5. bekkjar
21. maí - Uppstigningardagur (allt lokað)
22. maí - Starfsdagur (frístund opin)
25-27. maí - Skólaferðalag 10.bekkjar
28.maí - Unicef hlaupið
2. - 3. júní. - Vorþemadagar
Unicef hlaupið 28. maí
Fimmtudaginn 28. maí munu nemendur Naustaskóla hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir Unicef líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Við biðjum ykkur að taka vel á móti nemendum í leit að áheitum. Gefin hafa verið út myndbönd í tengslum við daginn sem fjalla um lofstlagsbreytingar og áhrif þeirra á réttindi barna og hvetjum við nemendur og foreldra til að kynna sér það.
Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=E1xkXZs0cAQ
Heimasíða Unicef: https://unicef.is/
Skólaslit 5. júní
Ganga vel frá hjólum og hlaupahjólum
Tími til að lesa
Við í Naustaskóla höfum verið að vinna mikið með lestur og lesskilning í vetur og viljum við hvetja nemendur til að vera duglegir að lesa heima. Einnig minnum við á mikilvægi foreldra og annarra fjölskyldumeðlima við að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum. Því er kjörið að fjölskyldur taki höndum saman, virki keppnisskapið og skrái sig til leiks í verkefnið Tími til að lesa.https://timitiladlesa.is/