Fréttabréf janúar
1. tbl 16 árg. 1.janúar 2024
Kæra skólasamfélag
Gleðilegt nýtt ár, með kærri þökk fyrir samvinnuna á liðnu ári. Nýju ári fylgja nýjar áskoranir og ný verkefni sem við hlökkum til að takast á við.
Þróunarvinna er ríkur þáttur í skólastarfinu. Á haustönninni hafa kennarar verið að setja sig inn í hugmyndafræði leiðsagnarnáms og munu halda áfram á þeirri braut á vorönninni og nú þegar sjáum við árangur þeirrar vinnu birtast í starfinu. Leiðsagnarnám er námsmenning þar sem nemendur og kennarar hafa vaxandi hugarfar og í stuttu máli snýst leiðsagnarnám um að veita nemandnum leiðsögn sem hjálpar honum til að ná þeim markmiðum sem hann stefnir að.
Á starfdeginum 3. janúar voru Samtökin ´78 með hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk skólans.
Í lok janúar verður vika jákvæðs aga og er gott að rifja upp skólasáttmála Naustaskóla sem minnir okkur á mikilvægi góðra samskipta og umgengi. Skólasáttmálinn byggir á hugmyndafræði Jákvæðs aga.
Kveðja, stjórnendur Naustaskóla.
Foreldrafélagið
Foreldrafélagið er duglegt að styðja við skólastarfið og erum við afar þakklát fyrir gott samstarf, stuðning og þær gjafir sem félagið hefur fært skólanum. Hér má sjá fundargerð frá aðalfundi félagsins frá því í haust, þar má sjá hverjir eru í stjórn ofl. og hér má sjá lög félagsins. Við hvetjum foreldra til að setja sig í samband við stjórnina og kynna sé hverjir eru bekkjarfulltrúar fyrir hvern bekkjarárgang og leggja sitt af mörkum til þátttöku en virkt foreldrasamstarf góður vettvangur til að styðja við öflugt skólastarf.
Desember
Almenn ánægja var með jólaþemadagurinn og þá sérstaklega með vinaliðana, og ekki var annað að sjá að eldri nemendurnir hefðu almennt tekið hlutverk sitt alvarlega og staðið sig vel og eiga bæði yngri og eldri stórt hrós skilið. Margar og fjölbreyttar stöðvar voru í boði, bæði inni og úti, og voru nemendur virkir að fara á milli stöðva og velja sér viðfangsefni. Einnig var söngur á sal þar sem allir nemendur og starfsfólk skólan komu saman og sungu nokkur jólalög. Það er gaman að geta sagt frá því að þegar tæplega 400 nemendur koma saman á sal til að syngja, eða annað að þá eru þau alveg til fyrirmyndar. Hér má sjá fleiri myndir af deginum.
Litlu jól 2023
Mikil gleði ríkti á litlu jólunum og heppnaðist jólaballið einstaklega vel þar sem nemendur í 1.-7.bekk dönsuðu í kringum jólatré og jólasveinar komu í heimsókn. Hér má sjá nokkrar myndir af jólastundinni. Nemendur 4.bekkjar sýndu helgileikinn fyrir alla nemendur skólans og var elstu deild leikskólans jafnframt boðið að horfa, nemendur 4.bekkjar stóðu sig alveg ótrúlega vel.
8.-10.bekkur héldu sín litlu jól kvöldið áður og þann sama dag spiluðu þau félagsvist sem alltaf er skemmtilegt.
Jákvæður agi
Í vikunni 22.-26.janúar verður vika jákvæðs aga og verður áhersla á bekkjarfundi og fyrirkomulag þeirra, einnig griðarstaði og lausnarhjól.
Skólasáttmáli Naustaskóla
Við, starfsfólk og nemendur Naustaskóla viljum að öllum líði vel í skólanum, allir séu öryggir, sinni störfum sínum af vandvirkni og nýti hæfileika sína.
Þess vegna fylgjum við skólasáttmála Naustaskóla.
Námið
- Við mætum stundvíslega.
- Við vinnum samkvæmt bestu getu og nýtum tímann okkar vel.
- Við vinnum öll saman.
Samskipti
- Við komum fram við aðra eins og þeir vilja láta koma fram við sig.
- Við erum vingjarnleg.
- Við heilsumst, kveðjumst og þökkum fyrir okkur.
Heilbrigði
- Við erum jákvæð.
- Við hreyfum okkur og njótum útivistar.
- Við komum úthvíld í skólann.
Skólalóðin
- Við biðjum um leyfi til að yfirgefa skólalóð á skólatíma.
- Við göngum vel um skólalóðina og allar eignir sem þar eru.
- Við leikum okkur saman á skólalóðinni.
Ábyrgð
- Við berum ábyrgð á eigin framkomu og hegðun.
- Við berum sjálf ábyrgð á persónulegum verðmætum, sem við komum með í skólann.
- Við förum vel með eigur skólans og annarra.
Umgengni
- Við göngum frá eftir okkur.
- Við erum umhverfisvæn og flokkum.
- Við förum vel með námsgögn og bækur.
Ferðir
- Að sjálfsögðu gildir skólasáttmáli Naustaskóla í ferðum á vegum skólans og á skemmtunum.
Góðvild
Góðvild eru fallegur eiginleiki og er ánæjulegt að segja frá því að nemendur í 10.bekk færðu mæðrastyrksnefnd veglega peningagjöf í desember.
Á döfinni
1.janúar - Nýársdagur frídagur
2. janúar frí
3. janúar starfsdagur
4. janúar nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá
6. janúar þrettándinn
12. janúar 9.bekkur - fræðsla jafnrétti
15. janúar 10.bekkur fræðsla um vinnuréttindi
19. janúar, 9. bekkur fræðsla jafnrétti
19. janúar bóndadagur