Fréttabréf Naustaskóla
2. tbl. 15. árg. 1. febrúar 2023
Kæra skólasamfélag
Nú er sólin tekin að hækka á lofti og áður en við vitum af er komið vor og þegar þetta er skrifað eru einungis 80 dagar eftir af skólaárinu. Það er því eins gott að halda vel á spilunum og nýta tímann vel til að læra sem mest! Það er ýmislegt framundan hjá okkur í febrúar, útivistardagur, foreldraviðtöl og vetrarfrí. Við ætlum að hafa foreldraviðtölin með nokkru öðru sniði en verið hefur. Nemendur undirbúa þau með kennurum sínum og stýra síðan sjálf viðtölunum. Markmið þessara breytinga er að nemendur taki aukna ábyrgð á náminu og læri að meta stöðu sína í námi. Einnig er tilgangurinn að hvetja nemendur til þess að ræða við foreldra sína um námið og viðfangsefnin í skólanum og að nemendur og foreldrar leggi sameiginlegt mat á hvernig gangi. Á þann hátt ætti að vera auðveldara að gera sér glögga mynd af stöðu nemenda í námi, árangri og vinnubrögðum, leggja línurnar með börnunum, hvetja og hrósa og koma á framfæri ábendingum til skólans eftir þörfum. Við þurfum að vera óþreytandi við að ræða við börn okkar um námið, spyrja krefjandi spurninga og umfram allt að sýna því áhuga sem þau eru að fást við, því að þannig gefum við þeim skilaboðin um að námið skipti máli! Með von um skemmtilegan og árangursríkan febrúarmánuð.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Morgunfundir með stjórnendum
6. febrúar - 1.bekkur.
7.febrúar - 2. - 3. bekkur.
8.febrúar - 4. - 5. bekkur.
9. febrúar - 6. - 7. bekkur
10. febrúar - unglingadeild
Útivistardagur 9. febrúar
Kynningarmyndband um grunnskóla Akureyrar
Búið er að vinna kynningarmyndband um grunnskólana á Akureyri. Talað er inn á myndbandið á íslensku en myndbönd með texta á arabísku, ensku, pólsku, spænsku og rússnesku eru einnig til birtingar. Myndbandið verður aðgengilegt á heimasíðus skólans.
Nýr forstöðumaður frístundar
JA aga vika
Tilfinningar 4.-5. bekkur
Framkoma 2.- 3. bekkur
Tilfinningar 2. - 3.bekkur
Veikleikar og styrkleikar 6. - 7. bekkur
Framkoma gagnvart sjálfum sér og öðrum 6. - 7. bekkur
100 DAGA HÁTÍÐ - Fréttir frá 1. bekk
Hefð er fyrir því í 1. bekk að halda hundrað daga hátíð þar sem nemendur telja dagana frá fyrsta degi að hausti þar til að nemendur hafa verðið 100 daga í skólanum. Þetta er gert með því að telja rör í glös og í leiðinni eru hugtökin tugur og eining rædd. Hátíðin var að þessu sinni haldin þann 31. janúar.
Stóri dagurinn heppnaðist vel. Allir töldu gotterí í kramarhúsið sitt sem búið var að föndra fyrir hátíðina. Tíu tegundir af hverri sort voru taldar samviskusamlega. Einnig var mikið dansað og sungið. Eftir frímínútur tók svo við róleg bíó stund þar sem nemendur borðuðu gotteríið og horfðu á mynd. Sumir komu prúðbúnir og aðrir í búningum, það voru glaðir og ánægðir nemedur sem luku hundraðast degi sínum í skólanum í dag.
Foreldrafélagið
Frá foreldrafélaginu
Það er einlæg ósk skólasamfélagsins að hægt verði að koma á einu bekkjakvöldi á þessari önn. Meðfylgjandi er ótæmandi hugmyndalisti en hægt er að óska eftir styrk frá foreldrafélaginu gegn framvísun kvittunar, að hámarki 1.000 kr per nemanda. Blíðlega er óskað eftir sjálfboðaliðum úr hópi foreldra til að leiða og skipuleggja bekkjastund á einhverjum tímapunkti á þessari önn. Hægt er að hafa samband við skólann eða foreldrafélagið fyrir nánari upplýsingar"
Hér fyrir neðan er tengill á hugmyndir fyrir bekkjarkvöld.
Fréttir frá landssamtökum heimilis og skóla
Við höfum aukið við þjónustuna okkar og erum farin að bjóða upp á Foreldrasíma Heimilis og skóla.
Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál. Ráðgjöf er veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla.
Foreldrasími Heimilis og skóla er 516-0100 er opinn frá kl 09 -12 og kl: 13 -21 á virkum dögum og frá kl: 10 -14 um helgar.
Skráning nemenda í 1. bekk fyrir veturinn 2023-2024
Í febrúar fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar haustið 2023. Sótt er um grunnskóla í þjónustugátt Akureyrarbæjar en með því að smella hér er hægt að komast beint inn í umsóknarformið.
Finna má allar upplýsingar um skólaval á Akureyri á heimasíðu fræðslu- og lýðheilsusviðs.
Naustaskóli er með opið hús fyrir foreldra verðandi 1.bekkjar 8. febrúar milli kl: 11:00 - 12:00. Þá býðst foreldrum tækifæri á að koma og skoða skólann og ræða við stjórnendur.
Á döfinni
3. febrúar - smiðjuskil 4. og 5. bekkur.
6. febrúar - dagur leikskólans. Morgunfundur með stjórnendum ætlaður foreldrum 1. bekkjar á kaffistofuskólans kl: 8:15.
7. febrúar - dagur tónlistarskólans. Morgunfundur með stjórnendum ætlaður foreldrum 2. - 3. bekkjar á kaffistofuskólans kl: 8:15.
8.febrúar - Morgunfundur með stjórnendum ætlaður foreldrum 4. - 5. bekkjar á kaffistofuskólans kl: 8:15.
9. febrúar -ÚTIVISTARDAGUR. Morgunfundur með stjórnendum ætlaður foreldrum 6. - 7. bekkjar á kaffistofuskólans kl: 8:15.
10. febrúar - Morgunfundur með stjórnendum ætlaður foreldrum 8. - 10. bekkjar á kaffistofuskólans kl: 8:15.
14. febrúar - smiðjuskil 2. og 3. bekk.
16. febrúar - GÓÐGERÐISDAGUR.
20. febrúar - Bolludagur - foreldraviðtöl.
21. febrúar - sprengidagur- foreldraviðtöl.
22. febrúar - öskudagur/ vetrarfrí / Frístund opin frá kl: 13:00.
23. febrúar - vetrarfrí / Frístund opin frá kl: 13:00.
24. febrúar - vetrarfrí / Frístund opin frá kl: 13:00.
Matseðill febrúar
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: naustaskoli.is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 4604100