Fréttamolar úr MS
25. febrúar 2022
Dagsetningar framundan
28. febrúar - mánudagur - Upphafdagur vorannar
- Nemendur eru hvattir til að nýta daginn til að undirbúa vorönnina og afla sér námsbóka og annarra námsgagna
1. mars - Kennsla vorannar hefst skv. stundaskrá
Vorönn framundan
Núna er kennslu vetrarannar lokið og vorönn á næsta leyti!
Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið næstu daga til að gera eitthvað skemmtilegt, hvílast og mæta full af orku strax frá upphafi vorannar.
Á upphafsdegi annar er ekki hefðbundin kennsla en við hvetjum nemendur til að nota daginn til þess að útvega sér námsgögn og undirbúa sig fyrir kennsluna sem hefst samkvæmt stundaskrá 1. mars.
Leggjum vel!
Á þessum árstíma er sérstaklega tilefni til að huga að umhverfisvænum samgöngum! Hver nennir að eyða tíma og orku í að finna stæði og moka út bíla þegar hægt er að ganga og nota strætó?
Þeir nemendur sem eru á bílum þurfa svo að gæta sérstaklega að því að leggja löglega!
Þar sem allar sóttvarnareglur hafa nú fallið úr gildi mun skólinn taka aftur upp raunmætingu á vorönn 2022. MS er staðnámsskóli þar sem áhersla er á virka þátttöku nemenda í kennslustundum. Að mæta og taka þátt skiptir miklu máli og ef raunmæting og námsárangur vetrarannar er skoðaður má sjá að góð mæting á samleið með háum einkunnum (sjá mynd).
Bjart framundan í félagslífinu!
Nú virðist styttast óðum í það að sóttvarnareglur verði rýmkaðar mikið og eru hjólin þegar farin að snúast. Árshátíð er komin á kortið og hefur þegar verið ákveðið að miðar sem keyptir voru á 85 ballið munu gilda á árshátíðina, gestamiðar líka. Von er á fréttum næstu daga varðandi leiksýningu Thalíu og margt annað spennandi.
Naumt tap í 8 liða úrslitum FRÍS.
MS mætti MK og var keppnin jöfn og spennandi. CS liðið átti frábært kvöld og kláraði sína keppni af öryggi en baráttan var afar hörð í RL og FIFA þar sem MS þurfti að lokum að sætta sig við töp þrátt fyrir flotta frammistöðu. Ljóst er að stefnan verður sett hátt fyrir þessa keppni á næsta ári og verður farið beint í það að finna sterkustu leikmennina í skólanum og hefja æfingar.