Fréttabréf Engidalsskóla maí 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Síðasta haust breyttum við einkunnarorðum skólans á þann veg að við settum vellíðan inn í stað vináttu. Við töldum okkur geta unnið að vináttunni í gegnum öll þrjú gildin ábyrgð, virðing og vellíðan. Starfsmenn voru sammála um að vellíðan nemenda væri það sem skipti höfuð máli. Við gerðum ýmsar breytingar sem við töldum að gæti aukið vellíðan nemenda til að mynda samþættum við skóla- og tómstundastarf örlítið, fjölguðum íþróttatímum á miðstigi, lengdum frímínútur á yngsta stigi og settum inn áhugasvið svo eitthvað sé nefnt. Skemmst er frá því að segja að nýjustu niðurstöður Skólapúlsins sýna að á meðan vellíðan nemenda á landinu öllu fer lítillega niður fer það upp á við í Engidalsskóla og er nú komið örlítið yfir landsmeðaltal, en í fyrra var það örlítið undir landsmeðaltali. Á sama hátt hefur þrautseigja nemenda okkar og trú á eigin getu aukist. Þau hreyfa sig meira og neita hollari fæðu en landsmeðaltalið segir til um. Þá svara nemendur því til að þau séu í góðu sambandi við kennara, þau séu virkari en gengur og gerist í tímum og tíðni leiðsagnarmats hefur aukist verulega. Það er margt mjög gott í niðurstöðunum og við sjáum að við erum á réttri leið en við ætlum að gera en betur. Það á engum að líða illa í skólanum, meðaltalið segir ekki að allir séu alltaf glaðir en við munum áfram næsta vetur leggja áherslu á sjálfsmynd og vellíðan nemenda.
Í Engidalsskóla var ákveðið síðastliðið vor að minnka heimanám og að einungis þyrfti að lesa heima daglega líkt og lestra stefna Hafnarfjarðar og Engidalsskóla segir til um. Nýlega var send út könnun um heimanám á foreldra/forsjáraðila og neðar í þessu fréttabréfi er gerð grein fyrir þeim niðurstöðum. Eftir tvö löng ár með allskyns höftum finnum við hér í skólanum að margir eru að skreppa með börnin í allskyns ferðalög og frí. Við sýnum því auðvitað skilning en mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir að það er ábyrgð foreldra að sinna því námi sem nemandinn fer á mis við í skólanum meðan hann er fjarverandi. Tvisvar á ári er vetrarfrí í skólum í Hafnarfirði og gott getur verið að hafa það í huga þegar ferðalög eru skipulögð. Í þessu samhengi viljum við vekja athygli á skóladagatali Engidalsskóla sem er á heimasíðu skólans.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Sumarlestur
Heimanám
Uppbyggingastefnan
Í vetur höfum við starfsmenn Engidalsskóla verið í innleiðingu á uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Allir nemendur fóru yfir hlutverk kennara og nemenda, gerðir voru bekkjarsáttmálar og unnið með þarfir okkar. Rætt var um að allir geri mistök en að mikilvægt sé að fara yfir hvað við getum lært af þeim. Við erum en að temja okkur tungutakið en við spyrjum reglulega hvað áttu að vera að gera, hvernig get ég hjálpað þér svo þú getir.....? Þú virðist vera í vandræðum hvernig get ég hjálpað sem dæmi. Við leggjum áherslu á að eina manneskjan sem þú getur stjórnað ert þú sjálfur og mikilvægt er að þú vitir hvernig manneskja þú vilt vera. Við gerum auðvitað mistök og þessi breyting mun taka tíma. Við skráum síður smá atvik sem verða og erum við hvorki með stoppmiða né álfa eins og áður var og það verðið þið foreldrar/forsjáraðilar sennilega mest vör við. Við reynum samt að halda ,,veislur" af og til þar sem verklokum er fagnað. Við fetum áfram vegin og hlökkum til að bæta okkur.
Skólaslit 9. júní 2022
kl. 08:30 Skólaslit 1.- 2. bekkur.
kl. 09:30 Skólaslit 3.- 4. bekkur.
kl. 10:30 Skólaslit 5.- 6. bekkur.
kl. 13:00 Skólaslit 7. bekkur
Opið er í Álfakoti 8:10-13:00 þennan dag.
Breytingar á húsnæði
Nemendaferðir vor 2022
1. bekkur heimsótti Húsdýragarðinn
2. bekkur fór í hvalaskoðun
3. bekkur fór á Hvalasafnið
4. bekkur ætlar að ganga á Ásfjall
5. bekkur fór á Þingvelli og fengu þar leiðsögn um svæðið
6. bekkur heimsótti siglingaklúbbinn Þyt og fengu fræðslu þar
7. bekkur ætlar að ganga á Helgafell og heimsækja Hönnunarsafn Íslands
Skemmtilegar myndir úr smiðjuvinnu nemenda
Á myndinni hér til hliðar má sjá verkefni eftir nemendur í 3.bekk á hillunum.
Flöskudýr og vatnslitamyndir, þemað var dýr sem búa á Norðurslóðum og Suðurskautinu.
Fyrir framan standa svo hönnuðir framtíðarinnar. Nemendur fengu innkaupapoka sem þau settu í nýjan búning og gerðu tösku.
Í tilefni af keppninni unnu nemendur þessa fínu fána í textílmennt.
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433