DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
Nóvember 2021
15.nóvember Gestadagur (kennaranámskeið vegna Bootcamp smiðjur)
16.nóvember Dagur íslenskrar tungu og gestadagur
17.nóvember Gestadagur (mögulega viðburður fyrir mistig)
(laugardagur 20.nóvember Dagur mannréttinda barna)
24. nóvember - Heimsmarkmiða Bootcamp smiðjur - unglingadeild
26.nóvember Skipulagsdagur í Múlaþingi
Það er ýmislegt á dagskrá hjá okkur í nóvember. Það er verið að skipuleggja tvo viðburði með öðrum skólum í Múlaþingi. Það verður að koma í ljós hvernig það fer, staðan í heimsfaraldri stýrir því.
Sama má segja um skólaþingið okkar sem við urðum að fresta í september þegar smit voru mörg á Austurlandi, við þurfum að finna okkur tíma í það og vona það besta.
Við upplýsum um þetta þegar nær dregur.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 1.nóvember
- Heilsum nóvember með brosi á vör
Þriðjudagur 2.nóvember
- 14:40 Starfsmannafundur - gæti haft áhrif á opnunartíma viðveru
Miðvikudagur 3.nóvember
- Góður dagur til reikna auka dæmi
Fimmtudagur 4.nóvember
- 14:40 Fagfundur
Föstudagur 5.nóvember
- Förum hress í helgarfrí
MATSEÐILL
Skólastjóra stúss
Stjórnendur í Múlaþingi komu saman á Egilsstöðum fyrir stuttu. Þar var farið yfir mannauðsmál, fjármál, ýmsar reglur og nýtt verklag í nýju sveitarfélagi. Þetta var mjög gagnlegur fundur og frábært að fá tækifæri til að hitta aðra stjórnendur og læra á nýtt kerfi saman.
Vikuna 1. - 5. nóvember verð ég í leyfi og Jóhanna Reykjalín verður minn staðgengill. Netfangið hennar er johanna.reykjalin@mulathing.is
Mánudaginn 8. nóvember stefni ég á að sitja Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga en það verður að koma í ljós vegna C-19 hvort að af því verði.
Minni ykkur á að tilkynna forföll hjá kristrun.gunnarsdottir@mulathing.is eða 4708710 (það er gott að hafa umsjónarkennara með í póstinum).
Bestu kveðjur,
Obba
KEPPNISDAGAR
Nemendum var skipt upp í lið, þvert á árganga, allir fengu viðurkenningu en eitt lið stóð uppi sem sigurverari.
Myndirnar segja meira en mörg orð.
HUGREKKI
VIRÐING
SAMVINNA
SIGURLIÐIÐ
Öll lið fengu viðurkenningu en þetta lið fékk flest stig og telst því sigurverari keppnisdaga 2021.
Til hamingju :)
Að launum fengu þau að ráða hvaða hlutverki þau myndu sinna í skólanum þegar þau kæmu úr vetrarfríi, í einn dag :)
EINBEITING OG NÚVITUND
NÝTT SKÓLASTJÓRNENDATEYMI
MYNDIR FRÁ DÖGUM MYRKURS Í NÆSTU VIKU....
BESTU KVEÐJUR,
STARFSFÓLK DJÚPAVOGSSKÓLA