
Fréttabréf Grenivíkurskóla
9. tbl. 3. árg. - nóvember 2022
Kæra skólasamfélag
Þá er viðburðaríkum október lokið og framundan nýr mánuður og ný ævintýri. Meðal þess sem var á dagskrá í nýliðnum mánuði voru tónleikar hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar, leiksýningar, danssýning og Hrekkjavaka svo fátt eitt sé nefnt. Um þetta flest má ýmist lesa um eða skoða myndir af hér neðar í fréttabréfinu.
Nú er heldur betur orðið myrkvað á morgnana og tilefni til að minna aftur á mikilvægi endurskinsmerkja, þau auka mjög öryggi ungra vegfarenda á leið í skólann að morgni.
Í nóvember er heilmargt á dagskránni. Ég bendi sérstaklega á starfsdag þann 9. nóvember - en þá er frí hjá nemendum - og svo viðtalsdag þann 10. nóvember. Nánari upplýsingar og skráning í viðtöl kemur til ykkar í pósti fljótlega.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Góðan daginn, faggi
Í byrjun október fóru nemendur á unglingastigi fram í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit þar sem þau fengu að sjá leikverkið Góðan daginn, faggi, en um er að ræða sjálfsævisögulegan heimildasöngleik sem fjallar um hinseginleikann, fordóma og mennskuna. Á nokkrum fyrri sýningum hafði borið á leiðinlegri og fordómafullri framkomu gesta í garð leikaranna, en ánægjulegt er að segja frá því að nemendur okkar - og aðrir sem voru á þessari sýningu - voru til mikillar fyrirmyndar og fengu hrós fyrir góða framkomu.
Tónleikar TE
Jól í skókassa
Að þessu sinni söfnuðust gjafir sem fylltu í 27 skókassa og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir sitt framlag.
Valgreinar - fyrsta lota búin
Undir lok mánaðar byrjaði svo önnur lota en í henni fara nemendur á unglingastigi í skítamix og spilasmiðju, en nemendur á miðstigi fara í skólahreysti, spilasmiðju og pílukast hjá Birni Andra pílumeistara. Vafalaust skemmtilegir tímar fram undan!
Heilsueflandi skóli
Dagatal Velvirk fyrir þennan mánuð ber yfirskriftina "Nýjar leiðir í nóvember". Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Grænfáninn
Á döfinni í nóvember
- 2. nóvember: 9. og 10. bekkur fer í skólakynningar í MA og VMA.
- 7. nóvember: List fyrir alla - 1.-4. bekkur fer á leiksýninguna "Sögur af draugnum Reyra" í Hofi á Akureyri.
- 8. nóvember: Baráttudagur gegn einelti.
- 9. nóvember: Starfsdagur - frí hjá nemendum.
- 10. nóvember: Viðtalsdagur.
- 14. nóvember: Skáld í skólum - rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson og Arndís Þórarinsdóttir koma í heimsókn
- 16. nóvember: Dagur íslenskrar tungu - undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk hefst
- 20. nóvember: Dagur mannréttinda barna
- 23. nóvember: 1.-4. bekkur fer á leiksýninguna "Ævintýri á aðventunni" í Valsárskóla.
- 24. nóvember: Samskóladagur fyrir unglingastig í Valsárskóla.
Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Email: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Website: http://www.grenivikurskoli.is
Location: Grenivík
Phone: 414-5413
Facebook: https://www.facebook.com/search/top?q=greniv%C3%ADkursk%C3%B3li